Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 68
66
MULAMNG
Búastaöi, þaðan út austan árinnar á áðurnefndan sýsluveg fyrir
neðan Skálanesklif.
Sýsluvegur um Skeggjastaðahrepp byrjaði við Miðheiðarvatn á Sand-
víkurheiði, liggur svo norður vfir heiðina. yfir Bakkaá og Staðará. um
Skeggjastaði norður með bæjum að Saurbæ og þaöan norður að Þemu-
vötnum á Brekknaheiði.
Arlega veitti sýslan fé til viðhalds og endurbóta sýsluveganna. gegn
því að hrepparnir greiddu helming móts við hina veittu fjárhæð, og
síðan bar hreppum að greiða jafn háa upphæð og sýslan lagði fram.
Varð sú breyting um 1920. 1932 koma til styrkveitingar frá ríkissjóði
til sýsluvega og í framhaldi af því stofnun sýsluvegasjóða í vörzlu
sýslunnar 1948. Þetta gilti um alla sýsluvegi.
Viðhald og endurbætur fjallvega, m. a. þeirra er hér getur að framan.
voru kostaðar af svokölluðu fjallvegafé er landssjóður lagði fram, sam-
kvæmt umsóknum frá sýslunefndum hverju sinni.
Með vegalögum frá 1907 var stefnt að því að fjölförnustu vegirnir
yrðu gerðir þannig að akfærir mættu kallast og smám saman gilti það
um alla vegi er lagðir voru, og brýr skyldu vera færar ökutækjum.
Seint miðaði áfram gerð akfærra vega og þá ekki sízt sýsluvega. en þó
þokaðist alltaf eitthvað í áttina.
A árunum 1915 - 1917 voru byggðar úr steinsteypu brýr á Miðfjarð-
ará og Hölkná í Skeggjastaðahreppi. Brúarsmiður var Einar Einarsson.
Áður var lögferja á Miðfjarðará.
Með nýjum vegalögum frá 1924 varð sú breyting á, að Austurlands-
vegur sem taldist til þjóðvega kom til sögunnar, og var þá lega hans
ákveðin frá Eórshöfn um Brekknaheiði, Langanesstrandir, Sandvíkur-
heiði, Vopnafjörð, Hellisheiði og tengdist þá vegakerfinu við Jökulsár-
brú. Áður höfðu þetta allt verið sýsluvegir, komst nú nokkur skriður
á framkvæmdir við þessa vegagerð um sinn og urðu þeir sem njóta
áttu vegabótanna bjartsýnni. Þessi umrædda breyting á legu þjóðveg-
arins olli því að vegurinn upp Jökuldal, um Möðrudalsöræfi að Gríms-
stöðum, varð sýsluvegur, fannst Jökuldælingum lítið til um þessa breyt-
ingu, eins og skiljanlegt var. Með vegalögum frá 1933 var vegurinn
upp Jökuldal og um Möðrudalsöræfi aftur tekinn í þjóðvegatölu. því
verkfræðingar sáu að þá leið var auðveldara og fljótar hægt að koma
á akvegarsambandi milli Austur- og Norðurlands. Eftir sem áður helzt
leiðin um Langanesstrandir, Vopnafjörð og Hellisheiði í þjóðvegatölu
og nefnist Stranda- og Jökulsárhlíðarvegur.