Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 70
68
Ml'LAMNC.
vega og brúarbygginga á Norðausturlandi með tilliti til innilokunar
vegna hafíss (hafíspeningar). Kom nokkuð af því fé niður í Skeggja-
staðahreppi, mest var það áriö 1979.
Fátt kann ég að segja af vegaverkstjórum þeim er koma við sögu í
Skeggjastaðahreppi. Vitað er að Jóhannes Guðmundsson. síðar
kennari á Húsavík, hafði yfirumsjón með vegagerð á svæðinu frá
Jökulsá í Öxarfirði til Vopnafjarðar á árunum 1927 og 1928. Þegar
hann kemur fyrst austur yfir Brekknaheiði getur hann verkstjóra starf-
andi í vegagerð á Ströndum, Jónasar Pálssonar bónda í Kverkártungu,
þar býr hann á árunum 1911 - 1937. Jónas má hafa verið verkstjóri
um árabil í Skeggjastaðahreppi. því hreppsnefndum var á þessum árum
falið að sjá um vegabætur á sýsluvegum. Nú er rétt að geta þess að
eftir 1930 verður verkstjórn meira í höndum aðkomumanna. má til
nefna Guðna Bjarnason frá Vestmannaeyjum og Pétur Sigurðsson frá
Hjartarstöðum. Einar Höjgaard bóndi á Bakka var flokkstjóri hjá
Guðna Bjarnasyni og hafði síðar verkstjórn með höndum til 1948 að
hann flvzt úr hreppnum. Þá tckur við vegaverkstjórn Jón Guðlaugsson
1948 - 1949, hann var um árabil einnig verkstjóri í Vopnafirði. Á
árunum 1950 - 1954 er Egill Jónsson vegaverkstjóri á Ströndum, en
1955 gerist hann yfirverkstjóri með búsetu á Revðarfirði. Eftir Egil
tekur við þessu starfi Sigurður Árnason á Skeggjastöðum, síðar á
Þórshöfn. Hafði hann yfirumsjón í vegagerð á Norðausturlandi, náði
svæði hans yfirNorður-Þingeyjarsýslu, Strandir og Vopnafjarðarhrepp.
Hann lézt 1979, voru þá Strandir og Vopnafjarðarhreppur sameinaðir
nyrðra svæði Austurlands, eins og eðlilegt var. Hefir Einar Friðbjörns-
son verkstjóri í Vopnafirði annast vegaverkstjórn í Skeggjastaðahreppi
síðan.
Árið 1957 var ruddur frumstæður vegur yfir Sandvíkurheiði. Umferð
ökutækja hófst þó ekki svo að heitið gæti fyrr en haustið 1960 er lagður
hafði verið vegur um meginhluta heiðarinnar og ár á leiðinni brúaðar,
Hölkná 1961 og Fuglabjargará 1959, brúarsmiður Jón Grímsson
Vopnafirði. Vegur þessi var síðan hækkaður og breikkaður nú á síðustu
árum 1980 - 1984, en vart er því verki enn lokið.
Vopnafjörður
Eins og áður segir komst nokkur skriður á gerð akfærra vega 1924
þegar vegurinn um Strandir, Vopnafjörð og Hellisheiði var tekinn í
þjóðvegatölu.