Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 74
72
MULAÞING
Einar Sigurðssyni. Vegur kominn í Krossavík 1935. Brú á Gljúfursá
var byggð 1927, eins og áður segir. síðar hefir hún verið hækkuð.
Vegur kominn að Vindfelli skröltfær á bílum 1953 og um sama leyti
að Eyvindarstöðum. Aður er getið brúar á Dalsá um 1905, en steypt
var hún 1943. en mjó var sú brú, vart kerrufær, enda breikkuð 1954
í það að verða bílgeng. Að Böðvarsdal talinn akfær vegur 1960. Eins
og annars staðar var í Vopnafirði lögð áherzla á að gera fært fyrir bíla
heim að bæjum. en síðar unnið að uppbyggingu veganna. og enn 1984
er sú uppbygging í fulium gangi.
Umsjónarmenn og verkstjórar í vegagerð hafa æðimargir komið við
sögu í Vopnafirði eins og víðar. Studdust þeir þá við mælingar er
verkfræðingar sáu um, eftir að vegarstæðin voru ákveðin. Áður hefir
verið nefndur Jóhannes Guðmundsson síðar kennari á Húsavík. Guðni
Bjarnason frá Vestmannaeyjum sá um vegagerð í Vopnafirði um skeið.
einnig í Skeggjastaðahreppi. Næstan má nefna Guðmund Sigurðsson
á árunum 1935 - 1945. Hjá þeim Guðna og Guðmundi störfuðu flokk-
stjórar. Runólfur Guðmundsson bóndi á Ásbrandsstöðum var flokk-
stjóri hjá þeim. Hann hóf starf 1929 og sá aðallega um gerð sýsluvega
allt til 1952. Jón Guðlaugsson hóf starf um sama leyti sem flokkstjóri.
Hann tók síðan við verkstjórn af Guðmundi 1945. en lét af þvf starfi
1967. Þá tók við starfinu Jörgen Sigurðsson frá Ljótsstöðum til 1977.
Við starfi af honum tekur Einar Friðbjörnsson og sér síðan um vega-
gerðina í Vopnafirði, aö undanskildu einu ári er Sigurður bróðir hans
hafði það starf með höndum.
Gerð akfærra vega frá Reyðarfirði til Norðfjarðar
Það er víða torsótt að korna akfærum vegum milli kaupstaða og
kauptúna á Austurlandi með ströndum fram. Einna auðveldust er leiðin
milli Búðareyrar í Reyðarfirði og Eskifjarðar, enda þar fyrst hafizt
handa með lagningu vegar með stöndinni. Vegur þessi var tekinn í
þjóðvegatölu árið 1907.
Fyrir aldamótin hafði nokkuð verið unnið að vegagerð á þessari leið,
meðan þetta var enn sýsluvegur. Þess sést getið að á árunum 1880 -
1890 væri lagður vegur um Hólmaháls. Verkstjóri þá Björn Jönsson
ísfirzkur maður, bóndi um skeið á Sléttu í Reyðarfirði. Þóttu vegir
sem Björn lét leggja nokkuð dýrir, sbr. „Hundraðabrúna" utan við
Hólma, en sá brautarstúfur stóð óhaggaður lengi eftir að bílar fóru að
ganga, því Björn vandaði til sinnar vegagerðar.