Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Síða 82
80
MULAÞING
Verið að taka skúra á bíl við Eyri í Fáskrúðsfirði. - Mynd Anna Pálsdóttir.
Margar ár og lækir eru á þessari leið er brúa þurfti. Sigurður Jónsson
brúarsmiður á Sólbakka sá um smíði flestra þeirra brúa. Á suðurströnd
Reyðarfjarðar voru það brýr á Sléttuá og Miðstrandará 1953, Eyrará
innri, Hrútá, Strandará og Kerlingará 1954, Eyrará ytri og Fossá 1955,
Breiðdalsá 1950, endurbvggð 1979. brúarsmiður þá Einar Sigurðsson.
í Fáskrúðsfirði byggir Sigurður brýr, á Gilsá 1946, Kirkjubólsá 1951,
Heljará 1952, Tunguá, Hvammsá og Dalsá 1955, Naustá, Króklæk og
Grundará 1957, Víkurgerðisá og Merkisá 1959, Selá 1960. Evrará innri
og ytri 1965 og Ljótunnarstaðaá 1966. Árið 1979 var byggð brú á
Villingaá og endurbyggðar brýr á Hvammsá og Heljará, brúarsmiður
þá Einar Sigurðsson á Reyðarfirði.
Árið 1952 brúaði Sigurður Jónsson Einarsstaðaár í Stöðvarfirði, en
fyrst voru þær ár brúaðar 1937, Jón Dagsson sá um þá brúarsmíði.
Sigurður sá einnig um smíði brúar á Stöðvará 1962. Garðsá og Vallaá
1967.
Ýmsir hafa gegnt verkstjórastarfi við vegagerðina í Suðurfjörðum.
Meðan þetta voru enn sýsluvegir sá Jón ísleifsson um vegabætur þar.
eins og víðar, og haföi þar ýmsa flokkstjóra í starfi, má til nefna Tómas
ísleifsson bróður Jóns o. fl. Eftir að Einar Jónsson verður yfirverkstjóri
1945 ræður hann verkstjórana sem starfa við þessa vegagerð og Egill