Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 85
MULAMNG
83
arfirði og sá er þetta ritar, Helgi
Gíslason fvrrverandi héraðs-
stjóri Helgafelli.
Frá sýslunefnd Norður-Múla-
sýslu Sigurður Helgason sýslu-
maður Seyðisfirði, Eyþór Þor-
bergsson skrifari Seyðisfirði,
Guttormur V. Þormar sýslu-
nefndarmaður Geitagerði,
Brynjólfur Bergsteinsson sýslu-
nefndarmaður Hafrafelli. Geir
Stefánsson sýslunefndarmaður
Sleðbrjót, Magnús Þorsteinsson
sýslunefndarmaður Höfn Borg-
arfirði og Sigurður Karlsson
sýslunefndarmaður Laufási. Til
fararinnar voru fengnir þrír vel-
búnir bílar frá bílaleigu Þráins
Jónssonar.
Ekið var sem leið liggur um Eípphéraðsveg að Bessastöðum í
Fljótsdal, þaðan upp á Fljótsdalsheiði, síðan ekið inn heiðina, komið
við í skálanum á Grenisöldu. Þar var þeginn kaffisopi hjá Einari Björns-
syni frá Mýnesi sem þar ræður húsum og sinnir ferðafólki af mikilli
rausn.
Ekki var komið við í Snæfellsskála, en ekið af Fljótsdalsheiðinni
niður í Hrafnkelsdal. Brýr eru á flestum ám og lækjum á heiðinni. þó
vantar þar tilfinnanlega brú á Hölkná og veg í sambandi við hana. Þá
leiðin út Hrafnkelsdalinn, yfir Hrafnkelsdalsá á vaði skammt innan við
Aðalból, þar vantar brú. Ekið var síðan vfir Jökulsá á brúnni hjá
bænum Brú. Þá lá leiðin upp á Jökuldalsheiðina og vestur eftir henni
svokallaða Þríhyrningsleið, þar eru ár og lækir óbrúaðir. Áð í Fiskidal
og tekið til matar. því nesti var að sjálfsögðu með í förinnE Eftir
dalnum rennur Fiskidalsá. Hún á upptök sín í Matbrunnavatni, þar
má moka upp silungi eins og í fleiri vötnum á Jökuldalsheiði. Litast
var um í Arnardal. Þar eru bæjar- eða seltættur fornar, enda er umhverfi
þar grösugt. Síðan var ferðinni haldið áfram vestur öræfin að Kreppu
og yfir hana á brúnni sem byggð var 1970. Taka þá við Krepputungur,
var ekið inn eftir þeim að Sigurðarskála nreð viðkomu í Hvannalindum,
þar skoðaðar rústir af bústað útilegumanna, sem kenndar eru við Fjalla-