Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 95
ÁRNI HALLDÓRSSON
Að kunna að þegja
Það var í haust er leið og komnar göngur og réttir. Ég hafði brugðið
mér í Runu, sem er verskáli á Fiskabjargi í Höfn í Borgarfirði. Um
kvöldið rak við hjá mér Magnús Þorsteinsson, bóndi í Höfn.
Við sátum og röbbuðum. Kom þar tali okkar að Magnús kvað upp
úr með það að stórhættulegt gæti verið að hafa hátt á sjó. Til sanninda
sagði hann hrakfallasögu, er hann hafði numið af afa sínum, Magnúsi
Þorsteinssvni eldra.
Þótti mér saga þessi fagurt dæmi um þá dyggð að gæta tungu sinnar
oggaf henni straxnafn það sem notað er sem fyrirsögn á þætti þessum.
Aður en ég hvarf aftur til Héraðs skrapp ég út í Höfn og spurði þá
Þorstein yngra, föður Magnúsar yngra, hvort hann kannaðist við þessa
hrakfallasögu. Kvaðst hann aldrei hafa heyrt hana en kunni ýmsar
sögur af Snjólfi á Þrándarstöðum sem Magnús nafngrcinir einn manna
í sögu sinni.
Heim kominn fór ég á skjalasafnið og með aðstoð Sigurðar Pálssonar
við lestur af mormónaspólu kom í ljós að í prestþjónustubók Desjar-
mýrar ritar klerkur, séra Sigurður Gunnarsson, að hiniLÍ. maí 1858
voru greftraðir: „Halldór Benediktsson bóndi á Hofströnd 43 ára, dó
af sjókulda. Guðmundur Ólafsson bóndi í Höfn 38 ára, dó á sjó. Björn
Guðmundsson vinnumaður í Höfn 43 ára, dó á sjó.“ Dánardægur
þeirra var 24. apríl.
Næst var flett upp í Annáli nítjándu aldar þótt ekki virtust miklar
líkur á að ítarlega frásögn væri þar að finna af dauða þessara manna
hér austur á útskógum. Annað varð þó uppi á teningnum, því þár',er
svo nákvæm frásögn af atburði þessum að ekki þarf að fara í graíigötúr
með að nákunnugur hefir verið heimildamaður annálsritara og þá^váfla
öðrum til að dreifa en séra Sigurði Gunnarssyni.
Þá var hringt í Grím Helgason á Landsbókasafni og hann spurður
hvort þar v'æru að finna gögn frá annálshöfundi, séra Pétri Guðmunds-