Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 99
MULAÞING
97
Þá skal gerð nokkur grein fyrir þeim mönnum er hér koma við sögu:
Guðmundur bóndi í Höfn var sonur Ólafs Jóakimssonar bónda á
Jökulsá, síðar í Höfn, og Ólafar Guðmundsdóttur konu hans, er áður
giftist Guðmundi Narfasyni á Jökulsá. Kona Guðmundar Ólafssonar
var Ingibjörg Jónsdóttir Ögmundssonar á Hólalandi og áttu þau eina
dóttur barna er upp komst, Önnu er átti Magnús Jónsson Magnússonar
Jónssonar prests Brynjólfssonar. Börn þeirra Önnu og Magnúsar voru
Guðmundur er átti Þorgerði Runólfsdóttur, barnlaus, Jón er átti Guð-
nýju Sigmundsdóttur frá Engilæk, áttu tvo sonu er upp komust, og
Ingibjörg, kona Þorsteins Magnússonar frá Kjólsvík, en af þeim eru
komnir síðustu Húsvíkingarnir og er það mikill ættbálkur.
Halldór bóndi á Hofströnd var sonur Benedikts bónda á Hofströnd,
Gíslasonar ríka á Snotrunesi og síðar í Njarðvík, Halldórssonar prests
er fórst í Prestabana út frá Nesi, Gíslasonar gamla. Móðir Halldórs á
Hofströnd og kona Benedikts var Vilborg Guðmundsdóttir frá Dísa-
stöðum í Breiðdal. Halldór átti Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Fjallsseli
og voru þau barnlaus. Meðal annarra barna Benedikts á Hofströnd
voru þeir Stefán á Bakka og Gísli á Hofströnd.
Björn Guðmundsson var fæddur 20. september 1815 og skírður degi
síðar í Desjarmýrarkirkju „óekta fæddur sonur vinnuhjúanna Guð-
mundar Guðmundssonar og Kristínar Kollgrímsdóttur og er þetta
þeirra fyrsta frillulífsbrot.“
Björn er fermdur frá Bakka 1829 og fær ekki mjög loflegan dóm
Þórðar prests Gunnlaugssonar um kunnáttu í og skilningi á kristnum
fræðum, né heldur fyrir hegðun, en Sigurður Gunnarsson segir hann
þægan og vandaðan.
Björn var vinnumaður, ókvæntur og barnlaus, jafnan á snærum
þeirra Sveins Snjólfssonar og Gunnhildar Jónsdóttur á Snotrunesi eða
ættmenna þeirra. Má vera að það standi í einhverju sambandi við að
Jón Kollgrímsson, móðurbróðir Björns, var skv. Sigfúsi Sigfússyni
„lengi með þeim bræðrum í sæförum“, þ. e. þeim Hafnarbræðrum Jóni
og Hjörleifi, en Jón í Höfn var faðir Gunnhildar konu Sveins Snjólfs-
sonar.
Síðustu 10 ár ævi sinnar var Björn vinnumaður í Höfn hjá þeim
feðgum Ólafi Jóakimssyni og Guðmundi syni hans, en þeir Ólafur og
Sveinn Snjólfsson voru systrungar.
Stefán Hrólfsson, sá eini er af komst á austurbæjabátnum, var sonur
hjónanna Hrólfs Björnssonar og Gróu Halldórsdóttur, sem 1858 voru
vinnuhjú á Hofströnd og þar var Stefán vinnumaður 28 ára að aldri.
7