Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 100
98
MÚLAÞING
Árið 1887 er hann vinnumaður á Bakka hjá Stefáni Benediktssyni,
bróður Halldórs heitins á Hofströnd, og fer það sumar með honum til
Amríku.
í sóknarmannatali 1858, gerðu nokkru fyrir slysið, gefur séra Sigurð-
ur Stefáni þá einkunn að hann sé trúr og ráðvandur. Virðist klerkur
hafa hitt naglann á höfuðið, því fágæt mun vera slík ráðvendni til orðs
og Stefán sýndi með því að láta aldrei uppskátt hvor þeirra, Halldór
eða Guðmundur, stjórnaði verki á örlagastundinni.
Loks er það hann Snjólfur langömmubróðir minn, sem skýst inn í
sögu Magnúsanna í Höfn, og þótt Magnús yngri segi það nú eitthvert
rugl úr sér finnst mér það harla ótrúlegt, enda þótt víst sé að Snjólfur
var ekki á austurbæjabátnum 24. apríl 1858.
Snjólfur var sonur Sveins og Gunnhildar á Snotrunesi og þar er
Gunnhildur 1858 „ekkja, búandi. 55 ára, röggsöm og dável að sér“.
Þá býr þar og Snjólfur sonur hennar, nýlega kvæntur Rannveigu Stein-
grímsdóttur frá Breiðabólstað í Suðursveit. hann „32 ára, vinfastur og
kann dável“.
Síðar bjó Snjólfur á Þrándarstöðum, hjáleigu frá Desjarmýri. 1887
hætta þau Snjólfur og Rannveig búskap á Þrándarstöðum og flytja að
Hvoli til Sveins Guðmundssonar, systursonar Snjólfs, hann vinnumað-
ur, hún í húsmennsku. Á Hvoli eru þau þar til Sveinn fluttist til Amríku
1894. Þá fer Snjólfur að Höfn til Þorsteins Magnússonar og er þar til
dauðadags, 3. ágúst 1902, en Rannveig fer að Hofströnd og er þar til
dauðadags, 9. júní 1899.
Ekki er vitað hverjir voru á útbæjabátnum 24. apríl 1858 og verður
því gripið til fangaráðs sagnfræðinga, getspekinnar.
Þá er Gunnhildur á Nesi orðin 55 ára og vafalaust hætt öllu sjóvolki,
enda ekki öðrum hent en fullfrísku fólki að fara í hákarlasetu um
sumarmál á hafísvori.
Sé stuðst við sóknarmannatalið er sennilegast að á útbæjabátnum
hafi verið þessi fjórir: Snjólfur Sveinsson bóndi á Nesi, 32 ára, Magnús
Jónsson vinnumaður á Nesi, 27 ára, Jón Magnússon bóndi í Geitavík-
urhjáleigu, 32 ára, Þorsteinn Magnússon, vinnumaður í Geitavíkur-
hjáleigu, 27 ára.
Þorsteinn þessi gerðist vinnumaður í Höfn hjá Ingibjörgu, ekkju
Guðmundar Ólafssonar, 1860 og vann henni til 1868 að hann kvæntist
Önnu Bjarnadóttur frá Breiðuvík og gerðist bóndi í Höfn. Varð hrepp-
stjóri í Borgarfjarðarhreppi ári síðar. Hann var hinn mesti merkismað-