Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 105
MULAÞING
103
vel niður og fram túnið. Þar stuttu fyrir sunnan kemur Jökulsá út úr
þeim gljúfrastokk sem hefur haldið henni lítið dreifðri allt frá upptök-
um. Gengur þar klettahöfði út í ána og kallast hann Arnarmelur. Þar
myndast lygn hylur í ánni og lagði hana þar oftast fyrst á veturna. Við
ferðafélagarnir höfðum einhvern grun um að áin væri lögð þar og hefði
það gjörst fyrir stuttu. Dettur okkur nú í hug að fara ána á ísi og spara
okkur krókinn á brúna sem við áttum þó að fara. Við vorum báðir
komnir yfir tvítugt og þóttumst geta tekið okkar ákvarðanir, og er nú
snúið að ánni án þess að hika.
Þegar að ánni kom sáum við að hún var komin á ís á liðlega hundrað
metra kafla. Hélt nú annar í bola en hinn fór að kanna ísinn.
Á miðjum álnum var nokkuð breið renna sem síðast hafði lokast,
en báðum megin hennar voru sterkar og góðar skarir. í rennunni miðri
var hins vegar frosið snjókrap og nokkuð af jökum sem höfðu stöðvast
á leið sinni ofan ána.
Ekki höfðum við haft nema kollótt prik með okkur og kom nú í ljós
að það flaug niður úr krapinu sem ekki var þá betur frosið. En á jakana
mátti treysta og nú var bara að finna leið þar sem boli gæti stiklað á
jökum án þess að stíga á snjókrapið.
Nú - að lokum var búið að finna þá leið og var þá lagt af stað yfir.
Ekki mun hafa hvarflað að okkur nokkur grunur um að allt væri
ekki í lagi með ísinn því við vorum vanir ánni og höfðum oft tyllt
okkur yfir hana á lélegum ís.
Allt gekk vel í fyrstu út skörina og þegar kom í rennuna á miðjum
álnum var farið að rekja sig eftir jökunum og gekk það bara furðanlega.
Þannig var leiðin þrædd uns kom að hinum örugga ís hinum megin,
þar hafði frosið stór jaki - og nú erum við komnir á hann og aðeins
tvö til þrjú skref fyrir bola að komast þangað til okkar, en þessi skref
voru bara ásnjókrapi. Viðsjáum aðekkert geturbjargað nemahraði.
Heldur nú annar í bandið og togar í, en hinn fer aftur fyrir bola og
slær í hann.
Boli tekur harðan kipp og hendist áfram, en þegar hann er-kominn
að hinum örugga jaka brestur krapið og hann sígur niður að aftan.
Gerði hann nú nokkrar tilraunir til uppkomu, en þeim lyktaði með
því að aðeins sá á höfuð og herðar hans. Nú féll okkur allur ketill í
eld - hvað var til ráða?
Við héldum í múlinn eins fast og við gátum en jakinn var háll, svo
það fyrsta var að finna góða viðspyrnu, og er hún var fundin, þá að
ráðgera hvað væri til bjargar.