Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 107
MULAÞING
105
HALLDÓR PÁLSSON FRÁ NESI
Skipbrotsmennirnir
Ritað 8. ágúst 1948
Það varð haglaust í Loðmundarfirði á þorranum 1919, og þau hag-
bönn héldust fram í maí. Þó var sólskin og blíðviðri um mánaðamótin
apríl og maí og hagar komnir allgóðir út á Innri-Álftavík, en þá er
ekki hægt að nota sökum fjarlægðar, enda lítt fært út á víkina meðan
miklar fannir eru í klettum bæjarmegin við hana. Út á vík þessa varð
ekki komist á þessum tíma árs nema um klettarákarnar eða sjóleiðis
þegar ládautt var.
Nú var það fyrsta mánudag í maí að veður var hlýtt, heiðríkt loft
og spegilsléttur sjór, hagar allgóðir út á víkinni, en þó ekki hægt að
nota þá af áðurgreindum ástæðum. Okkur kom þá til hugar, bændunum
á Nesi og í Neshjáleigu, að gott væri nú að nota veðurblíðuna og létta
á fóðrunum með því að sleppa út á víkina síðbærustu ánum, gemlingun-
um og hrútum og flytja þessa hjörð sjóleiðis framhjá klettunum, sem
vanalega eru Nesflug nefndir. Það var líka gott að losna við að gera
slóð í gegnum flugin, svo féð sækti síður um þau heim í hagleysuna.
Hjörðin var svo rekin af stað út á Landsenda og tekin þar í bátinn
af kletti er báturinn lagðist að, innan við Vígið. Báturinn var stór
skekta er við Stefán Þorsteinsson ábúendur á Nesi áttum. Stefán er
nú á Stöðvarfirði.
Svo var nú féð selflutt á bátnum út fyrir klettana og sleppt upp í
sandfjöru innst á víkinni. Tók hver ferð ekki nema stutta stund, því
aðstaða var góð, þar sem svo ládautt var. - Þeir voru á bátnum Stefán
og Árni Einarsson bóndi í Neshjáleigu. Hann býr nú á Hólalandi í
Borgarfirði. Árni var undir árum á afturþóftu, en Stefán tók á móti
kindunum í bátinn af Jóhannesi Árnasyni vinnumanni okkar Stefáns.
Jóhannes hefur nú skóviðgerðarstofu á Seyðisfirði. En við Björn, 11
ára sonur Stefáns, stóðum að fénu á klettinum meðan það var tínt
ofan í bátinn.
Svo var nú farin síðasta ferðin. Jóhannes fór heim eftir að hafa látið
kindurnar í bátinn, en við Björn fórum með á bátnum - svona upp á