Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 110
PÁLL PÁLSSON FRÁ AÐALBÓLI
Möðrudalssverð og Dyngjulykill
SVERÐIÐ
í þáttum úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli eftir Halldór Stefánsson
er sagt að Sigurður bóndi Jónsson í Möðrudal (f. 1814 d. 1874) hafi
fundið sverð í Grafarlöndum'. Sverðið var sagt mjög heillegt. Sigurður
varðveitti þann grip vel. En sagnir herma líka að vopn þetta fyndist í
Bæjarlöndum. Þau eru vestur við Jökulsá gegnt Ferjufjalli og Grafar-
löndum en sunnan Kjalfells, og nú öll í Möðrudalslandi en til forna
sennilega að hluta eða helming í Brúarlandi.
Grafarlönd og Herðubreiðarlindir eru hinar fornu Herðibreiðstung-
ur, sem nefndar eru í Hrafnkelu2, og Möðrudalsmáldögum3. en um
Bæjarlönd og Grafarlönd (Herðibreiðstungur) lá hin forna þjóðleið,
sem í munnmælum hér austanlands kallaðist Alþingisvegur Austfirð-
inga eða Héraðsmanna4. Er góð lýsing á leið þessari í Hrafnkelu3 og
skeikar í engu frá því sem í ljós kom þegar einn partur leiðarinnar var
uppleitaður og nákvæmlega rakinn eftir vörðubrotum um Ódáðahraun
á árabilinu 1976 - 19806.
Líka hefur verið rakinn sá almannavegur úr Grafarlöndum (Herði-
breiðstungum) til Mývatns7, sem nefndur er í Ljósvetningasögu8 og
raunar líka í Hrafnkeluy. Af því má sjá, að það var alfaraleið af Héraði
um brúna hjá Brú á Jökuldal til Mývatns.
Það er því auðséð, að sú afskekkta byggð, sem nú er svo kölluð, er
var til forna í Hrafnkelsdal, Brúardölum, Efra-Jökuldal ofanverðum
og í Möðrudalslöndum, var hreint og klárt við þjóðbraut þvera á sínum
tíma. Og um mikla umferð að brúnni við Brú, vitna rækilega minnst
þrjár höfuðleiðir yfir Fjallgarðana með stefnu á brúna þar.
Þetta þarfa framtak leiðarleitarfólks mun verða því til verðugs heið-
urs um langa framtíð.