Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 112
110
MÚLAÞING
En slíkt verður að teljast mjög ólíkleg tilgáta enn sem komið er.
Kannski þetta svæði hafi í fyrstunni kallast Bæjalönd, vegna þess að
það tilheyrði nokkrum bæjum, þar á meðal Möðrudal, Kjólstöðum og
Brú, eða upphaflega þá Dyngju í Arnardal.
Eftir lát Sigurðar tók arftaki hans á staðnum, Stefán Einarsson frá
Brú, við því hlutverki að varðveita vopnið dyggilega.
Vilhjálmur Jónsson frá Möðrudal segir að sverðið væri ætíð geymt
í skattholi eða skrifpúlti, sem Stefán eignaðist úr búi Sigurðar og þar
í var það enn, eftir því sem best er vitað, þegar Hróðný Stefánsdóttir
eignaðist mubluna eftir lát föður síns 1916. Hróðný og maður hennar,
Sigurður Haraldsson, bjuggu fyrst í Möðrudal um fimm ára skeið, tvö
ár á Rangalóni í Jökuldalsheiði og sex á Stuðlafossi á Jökuldal, en
fluttu þaðan 1930 til Akureyrar11 og dvöldu þar til æviloka.
Einkennilegt má heita ef afkomendur Hróðnýjar og Sigurðar vita
ekkert um afdrif þessa sverðs, hafi það verið í þeirra umsjá langa hríð.
Mikið væri fróðlegt að fregna nánar hvað um það hefur orðið. Hvort
það var selt ferðamönnum, eða þá látið til annarra ættingja, eða glat-
aðist með einhverjum hætti. Kannski örlög þess hafi orðið svipuð og
sverðs þess, sem fannst á Hátúnum á Völlum austur, að verða umbreytt
í torfljá og skeifur12. Til frekara fróðleiks má hér minna á, að sverð
fannst í Hrafnkelsdal 1897 og er það lang heillegasta vopn sinnar teg-
undar, sem fundist hefur á landi hér til þessa13, nema ef vera skyldi
að Möðrudalssverðið hafi verið í jafngóðu eða í betra ástandi.
Virkilega væri það skemmtilegt, ef Möðrudalssverðið ætti eftir að
koma fram í dagsljósið - því þessi tvö sverð eru með merkilegustu
fornleifafundum hér austanlands.