Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 113
MULAÞING
111
HEIMILDIR
1. Halldór Stefánsson: Þættir úr sögu
Möðrudals á Efra-Fjalli Ak. 1943. bls.
49. Birtist fyrst í Nýjum Kvöldvökum
34. - 35. árg. 1941 - 1942. Nefndist þar:
Saga Möðrudals á Efra Fjalli.
2. íslensk fornrit. XI. Austfirðingasögur.
Rvík 1950, bls. 109.
3. íslenskt fornbréfasafn. XII, bls. 37 - 39
og IX, bls. 638 - 639.
4. Sama rit og nr. 1. Krossgötur, bls. 15 -
19. Örnefnalýsing Möðrudals, bls. 25.
5. Sama rit og nr. 2, bls. 109.
6. - 7. Ferðir. Blað Ferðafélags Akureyr-
ar. 1977, 1979, 1980, 1981. Greinareftir
Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði um
Biskupaleið og Almannaveg. Arbók
Fornleifafélagsins 1979. Jón Gauti
Jónsson. „Ódáðahraunsvegur hinn
forni,“ bls. 129-147. Lesarkir Náttúru-
verndarráðs nr. 7 1981. Sama grein auk-
in nokkuð. Arbók Ferðafélags íslands
1981. Guðmundur Gunnarsson: „Bisk-
upaleið og almannavegur - Fornar leiðir
yfir Ódáðahraun,“ bls. 151 - 155.
8. Islensk fornrit. X. Ljósvetningasaga.
Rvík 1940, bls. 132.
9. Sama rit og nr. 2, bls. 132.
10. Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé. Al.,
bls. 171.
11. Sveitir og jarðir í Múlaþingi. I. bindi.
12. Sveitir og jarðir í Múlaþingi. II., bls.
161.
13. Sjá Kuml og haugfé, bls. 267 - 269.
Árók Fornleifafélagsins 1971. Þór
Magnússon: Endurheimt fornaldar-
sverð, bls. 86 - 90. Sama rit 1981. Jón
Hnefill Aðalsteinsson: Sverðið úr
Hrafnkelsdal, bls. 40 - 47.
LYKILLINN
Arnardalur heitir breið og grunn kvos eða dalverpi í Brúarlandi fyrir
vestan Fjallgarða en sunnan Grjót.
Arnardalsfjöll að vestan en Dyngjuháls að austan gefa þessu plássi
nokkurn dalssvip. Það er mjög opið í báða enda, ef svo má að orði
kveða, en þó lokar Álftadalsdyngja á endanum opinu til suðvesturs og
Grjótin að nokkru til norðausturs, en breitt hlið opnast norður til
víðáttunnar milli Arnardalsfjalla og Arnardalsöldu og má vera að það
svæði kallist líka Arnardalur. en mig brestur kunnugleika að skilgreina
takmörk dalsins nákvæmlega.
Dalurinn er sléttur í botninn, enda gamalt vatnsstæði, sem fyllst
hefur af framburði að hluta, en að hinu leytinu hefur vatnið grafið sér
framrás á milli fjallanna.
Dyngjuhálsmegin í dalnum er rústadyngja í tungu á milli vatnsmikilla
uppspretta, sem fyrri tíðar menn hafa kallað hveri1 samanber Hveralæk-
ur í Möðrudal. Rústirnar eru mjög illa farnar af uppblæstri og eru nú
sem ólögulegt hrúgald eða dyngja en útlínur mynda eins og þríhyrnu.
Sést naumast nokkursstaðar móta fyrir tóttalagi. En þegar D. Bruun