Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 121
MULAÞING
119
kemur fram hjá Erlu Þorsteinsdóttur, í riti hennar Vogrek (1959), bls.
57 - 59, sem fyrr var vitnað til, en þar stingur Erla upp á því, að þessi
hellir hafi alls ekki verið á Arnheiðarstöðum, heldur í Grímsfjörum í
Krossavík, en þar segir hún vera helli mikinn, sem gott hafi verið að
leyna þeim félögum í þegar þeir voru fluttir úr fjallinu, áður en þeir
fóru í Arnheiðarstaði. Eetta mun nú flestum þykja nokkuð langsótt
skýring, út frá ummælum sögunnar, sem þá ætti að vera eitthvað
brengluð.
Sjálfur hallast ég helzt að skýringu Jóns Jóhannessonar, að Gríms-
hellir hafi verið allfjarri bænum á Arnheiðarstöðum, enda litlir mögu-
leikar á, að þar hafi verið hellir heim við bæ, og allra sízt þó í sjálfu
bæjargilinu, þar sem nú sést hvergi á klett.
Hellar í nágrenni Arnheiðarstaða
Er þá næst að athuga hvort um sé að ræða einhverja hella eða skúta,
sem enn eru við lýði í nágrenni Arnheiðarstaða, er ummæli Droplaug-
arsona sögðu gætu höfðað til, þótt nafnið Grímshellir sé nú vissulega
týnt, eins og þessir ágætu fræðimenn benda á.
Hin forna jörð Arnheiðarstaðir, náði yfir landið milli Marklækjar
að sunnan og Hrafnsgerðisár að norðan (utan). Á því svæði eru nú
þrjár jarðir, þ. e. sunnan frá talið: Geitagerði, Arnheiðarstaðir og
Droplaugarstaðir, það síðastnefnda raunar nýbýli, stofnað 1942.
í örnefnaskrám þessara þriggja jarða er aðeins getið um einn helli
á svæðinu, og er hann í landi Geitagerðis, við Lagarfljót út og niður
frá bænum, og heitir nú Rauðihellir. Er það eflaust sá skúti sem Kálund
getur um, enda er hann suður og niður frá Arnheiðarstaðabæ.
Ekki er örgrannt um, að kunnugir menn hafi sett þennan skúta í
samband við frásögn sögunnar. Þannig telur Guttormur, núverandi
bóndi í Geitagerði, að hellirinn hafi stundum verið nefndur Grímshell-
ir, en hvorki virðast þeir Sigurður Gunnarsson eða Kr. Kálund hafa
heyrt það nafn, og ekki er þess getið í örnefnaskránni.
Rauðihellir er reyndar réttnefndur skúti, því hann er ekki nema um
3 m á lengd, tæpir 2 m á breidd og um 1 m á hæð, veðraður út úr
rauðleitu millilagi. Dálítið er hann rakur innantil, og virðist ekki væn-
legur til búsetu. Hann er ofantil í allháu klettanefi og vísar opið í SA,
en þar fyrir neðan er um 10 m hátt standberg niður í fjörusandinn við
Fljótið. Auðvelt er að ganga í hellinn um syllu norðan frá. Þarna er
allgott skjól, einkum fyrir NA átt, og skútinn er vel falinn, sést varla