Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 123
MULAÞING
121
geti aðstæður hafa breytzt þarna frá Söguöld. Hellirinn virðist vera
nafnlaus, og aldrei hef ég heyrt hann bendlaðan við sögu Gríms Drop-
laugarsonar.
Hinn hellirinn, sem raunar er aðeins skúti, er efst í gilinu fyrir neðan
þjóðveginn, undir bjarginu norðanvert við efsta fossinn, og kallast
hann Grímsbás, sem strax vekur grun um tengsl hans við Grím Drop-
laugarson, enda mun það almennt álitið á þessum slóðum, að þar hafi
Grímur dvalið, er hann faldist á Arnheiðarstöðum. Verður nú greint
nánar frá þessum skúta og sögnum um hann.
Grímsbás í Hrafnsgerðisárgili
Neðan við þjóðveginn (núverandi) fellur Hrafnsgerðisá í allmiklu
klettagili niður á eyri sem hún hefur myndað út í Lagarfljót. í gilinu
eru fjórir myndarlegir fossar, með stuttu millibili, en njóta sín lítt,
nema staðið sé niður á eyrinni. Þar lá fyrrum alfaraleiðin yfir ána, og
þar gerðist haustið 1771 sá vofeiflegi atburður, að Guttormur sonur
Hjörleifs prófasts og skálds á Valþjófsstað, „hálsbrotnaði" er hestur
hans fældist, og var það talið refsidómur guðs fyrir slæma meðferð
hansásakamanni. (SjáÞjóðsögurSigfúsarSigfússonar, I. bls. 76-80).
Þegar bílvegurinn var lagður upp í Fljótsdal um 1935, var áin brúuð
á brún efsta fossins, og vegurinn lagður miklu ofar en gamli reiðvegur-
inn. Missa því vegfarendur nútímans af hinni fögru útsýn til fossanna,
en í þess stað er nú aðeins steinsnar ofan í hvamminn við efsta fossinn,
þar sem Grímsbásinn er.
Bergið slútir þarna mikið, utan við fossinn, svo allstór skúti verður
inn undir því. Framan við hann er falleg grasbrekka niður að ánni,
blómum skrýdd, eins og kletturinn umhverfis. Skútinn er alveg þurr,
nema þegar fossúða leggur í hann í vatnavöxtum, og skjól er þarna
ágætt fyrir öllum veðrum. Þarna er því býsna búsældarlegt á sumrum,
og meðan gilið var skógi klætt, hefur skútinn verið vel falinn. Þarna
hefur ekki verið fjölfarið, meðan almannaleiðin lá meðfram Fljótinu,
en hins vegar gott útsýni frá hvamminum niður á veginn á eyrinni.
Eini ókosturinn við felustað í hellinum var nálægð hans við bæinn
Hrafnsgerði, sem er aðeins um 200 m fyrir utan og ofan, en það gat
einnig verið kostur, ef þar var vinveitt fólk. Nánar þar um síðar.
Það merkilegasta við þennan skúta, fyrir utan sjálft nafnið, er grjót-
hleðsla nokkur, sýnilega leifar af vegg, sem lokað hefur fyrir skútann.
Hefur hann verið hlaðinn í vinkil, þannig að innan við myndaðist nær