Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 125
MULAÞING
123
líklegt að hann hafi verið notaður sem rétt eða aðhald, og til vetrar-
notkunar kom hann varla til greina, þar sem þarna leggur oft mikla
fönn. Einnig virðist ósennilegt að börn hafi hlaðið fyrir skútann, því
sumir steinar í veggnum eru ekki barna meðfæri, og vanalegt að börn
velji sér aðra leikstaði en árgil við fossa. Mér þykir því sennilegast,
að Grímsbás hafi verið felustaður sakamanns. Nú vill svo til, að í
þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar (XI. bindi, bls. 273) er getið um saka-
mann, sem lagðist út á þessum slóðum, en þar segir svo:
„Sá maður lagðist út sem stigamaður, er Páll hét, Árnason, og hélt
sá sig undir fossi þeim í Elrafnsgerðisá (á takmörkum Fella og
Fljótsdals), er ganga má undir. Réðist hann þaðan á fáráðlinga og
betlara, er fóru um veginn þar neðar og rændi þá. En margir voru þá
húsgangar og umrenningar. Lét hann þá fara leið sína, er hann treysti
sér eigi við. Lifði hann lengi á því að ræna hina.“
Síðan segir Sigfús frá því, að Árni Þórðarson, sem kallaður var hinn
ríki, og bjó á Arnheiðarstöðum á síðari hluta 18. aldar, bjó sig í
stafkarls gervi, með vönd einn stóran innan klæða. Varaðist Páll þetta
ekki og réðist á Árna, en Árni hafði hann undir og flengdi hann duglega
með vendinum. Um þann atburð var kveðin eftirfarandi vísa:
Með fjórðungsvendi flengdi Pál
foringi sveitarinnar.
Honum þótti meira en mál
að minnast skyldu sinnar.
Hér er höfðað til þess, að Árni ríki var þá hreppstjóri Fljótsdælinga.
En sagt er að Páll hafi hætt þessu framferði eftir ráðningu Árna. Fleira
segir Sigfús af Páli þessum í 8. bindi þjóðsagnanna, bls. 104 - 107.
Segir þar að Páll hafi verið bæklaður og ófær til vinnu, og hálfgerður
afglapi. (Þar segir einnig að það hafi verið Jón vefari Þorsteinsson,
sem Pál flengdi, og er það líklega missögn, því Jón kemur ekki í
Arnheiðarstaði fyrr en eftir 1800).
Það verður að teljast líklegt, að Páll þessi hafi haldið til í Grímsbás,
þótt Sigfús nefni hann ekki, og orði það svo að Páll hafi verið „u'ndir
fossinum,“ enda er það ekki fjarri lagi. Það er hins vegar athyglisvert
að Sigfús nefnir básinn ekki með nafni, því hann var að hluta alinn
upp á næsta bæ, Skeggjastöðum, og hefði átt að vera kunnugt um
nafnið. Getur það bent til þess að Grímsbás-heitið sé ungt. Til hins
sama bendir það, að hvorki Sigurður Gunnarsson né Kr. Kálund nefna