Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 126
124
MÚLAÞING
Fossasyrpan í Hrafnsgerðisárgili neðan vegar. Grímsbás er hœgra megin við efsta fossinn.
Droplaugarstaðir t. v. - Mynd höf.
Grímsbásinn, og var sá fyrrnefndi þó allvel kunnugur á þessum slóðum.
Vekur það auðvitað grunsemd um, að básinn hafi verið skírður með
hliðsjón af Droplaugarsona sögu, eftir að hún var útgefin og alkunn
orðin. (Sbr. það sem áður var sagt um Rauðahelli í Geitagerði).
Hvort Páll Árnason, bæklaður afglapi, hefur hins vegar lagt í það
stórvirki að byggja fyrir skútann, verður auðvitað ekki fullyrt, en heldur
virðist það ósennilegt. Líklegra er að þarna hafi verið eitthvert skýli
fyrir, sem Páll vissi um og notaði sér.
Sé eitthvert mark takandi á fyrrgreindum ummælum Droplaugarsona
sögu, um Grímshelli og sauðatökuna, virðist ekki ósennilegt, að einmitt
þarna hafi þeir Grímur og félagar geta falizt. Tvenn beitarhús voru
frá Arnheiðarstöðum nokkuð miðja vega milli bæjarins og Hrafnsgerð-
isár, Parthús og Stekkhús, sem nú tilheyra Droplaugarstöðum, og hafa
þau fyrrnefndu orðið fræg af þjóðsögunni um Parthúsa-Jón. Þangað
var auðvelt fyrir þá félaga að sækja sér sauði til matar.
Hrafnsgerði er gamalt útbýli frá Skeggjastöðum, og hét áður Nollars-
staðir, ef marka má frásögn Fljótsdæla sögu, sem almennt er talin vera
skáldsaga frá 16. öld. Líklegt er þó að sá bær hafi verið miklu utar en
Hrafnsgerðisbærinn er nú, því að um miðja vega milli hans og Skeggja-
staða, rétt við nýbýlið Teigaból, er smáhóll sem kallast Nollarshaugur,