Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 132
130
MÚLAÞING
Gríms Hallernusonar. Hér eru semsagt á ferðinni þrír austfirzkir Grímar,
sem allir eru kenndir við mæður sínar. Minnir það ekki fremur á tröll
en menn? Og hvað segir þessi lýsing Droplaugarsona sögu: „Grímur var
mikill maður vexti og afrenndur að afli, hljóðlátur og stilltur vel. Hann
var búmaður mikill.“ Mér sýnist margt bera að sama brunni með það,
að Grímur Droplaugarson hafi erft ýmsa þætti fossvættsins nafna síns,
hins norska, þótt ekki sé hann bendlaður við fiðluspil.
Ekki er fjarstætt að ætla, að ýmis Gríms-örnefni séu dregin af ein-
kennum í landslagi, og dragi þannig dám af merkingartengslum þeim
sem um var rætt, þ. e. hrikalegt, tröllslegt eða tindótt landslag. Þannig
má t. d. skýra örnefnið Grímstorfa í Hafrafelli og líklega flest Gríms-
nöfnin í Krossavík í Vopnafirði. Það er heldur varla tilviljun, að um
10 km austur af Grímsstöðum á Fjöllum eru áberandi tindar, sem nú
heita Grímsstaðakarl og Grímsstaðakerling, og í grennd við Grímsstaði
í Mývatnssveit er nóg af hraundröngum, sem gætu hafa borið Gríms-
nafn, ef það er þá ekki sjálft Belgjarfjallið sem höfðað er til. Við
Grímsey stendur „Grímur bóndi“ ennþá dyggan vörð, eins og drang-
urinn Grímur í Grímsárgili á Völlum, og ekki mun skortur á
hraunstrýtudröngum í Grímsnesi syðra.
Er þá farið að nálgast þá skoðun, sem mig minnir að Þórhallur
Vilmundarson, sá hugsnjalli maður, hafi reifað og sett fram, þótt ég
finni þess ekki getið á prenti, að Gríms-örnefni höfði til hins dimma
og skuggalega í náttúrunni, sbr. orðið gríma, sem í skáldskaparmáli
er notað um nóttina og myrkrið. Grímsey hefði þá hlotið nafn sitt af
hinum háu og skuggalegu björgum austan á eynni, er hlutu að vekja
athygli þeirra er austan að komu, og Grímsá gæti verið hugsað á
svipaðan hátt og Svartá, þ. e. til að leggja áherslu á litarmismun berg-
vatns og jökulvatns. Grímstorfa gæti verið svo nefnd vegna hins mikla
litarmunar skógarins þar og bergriðanna umhverfis, og Grímsbás vegna
skuggans sem þar ríkir. Þessi kenning verður þó tæpast heimfærð upp
á Grímsstaðina sem fyrr voru nefndir, né heldur á dranga og steina
með Gríms-nafni.
Að lokum skal þess getið, sem eins konar rúsínu í pylsuendanum,
að Grímur og Grímnir voru meðal fjölmargra nafna hins margbreyti-
lega og margslungna guðs forfeðra vorra, sem nú er oftast nefndur
Óðinn. Er viðeigandi að ljúka þessu spjalli með orðum Ganglera í
Snorra-Eddu: „Og það veit trúa mín, að þetta mun vera mikill fróðleik-
ur, sá er hér kann skyn og dæmi hverjir atburðir hafa orðið sér til
hvers þessa nafns.“ Honum miklaðist svo nafnafjöldi Óðins.