Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 135
MULAÞING
133
sept. 1841, sonur hjónanna Dómhildar Þorsteinsdóttur og Ólafs Gunn-
laugssonar Briem.
Ólafur Briem hafði stöðuheitið timburmeistari, það væri trésmíða-
meistari á nútíðarmáli, bar það nafn með miklum sóma og varð víð-
kunnur af kirkjubyggingum sínum.
Ólafur var stórbóndi og merkur maður, fjölgáfaður og skáldmæltur.
Af átta börnum þeirra Grundarhjóna skal látið nægja að nefna, auk
Haralds, Valdimar vígslubiskup á Stóra-Núpi.
Dómhildur á Grund lést 1858 og Ólafur hálfu ári síðar aðeins fimmtíu
og eins árs. Þá er Haraldur á 18. ári. Fer hann þá einn vetur til náms
hjá sr. Einari Thorlacius í Saurbæ, og eftir það í trésmíðanám á
Akureyri. Þá liggur leiðin til Austurlands, og þar lágu síðan hans
ævislóðir. A Eskifirði er hann eitt ár. Þá ræðst hann að Hofi í Álftafirði
til sr. Þórarins Erlendssonar.
Annexíukirkjan að Hálsi í Búlandshreppi* hafði fokið í ofviðri og
nú tók þessi ungi trésmiður að sér endurbyggingu hennar. Þarna kynnt-
ist hann konuefni sínu, Þrúði dóttur Þórarins prófasts, og er hann 23
ára er þau ganga í hjónaband 12. nóv. 1864, hún lítið eitt eldri. Það
sama ár setja þau saman bú að Rannveigarstöðum í Álftafirði, næsta
bæ við Hof.
Skal nú virða fyrir sér ummæli um Harald.
Heimildir segja Harald hafa verið afar fjölhæfan að gáfum og öllu
atgjörvi og líkjast þar í flestu föður sínum. í persónulýsingu hans segir
að hann hafi verið „. . . hár maður og karlmannlegur, höfðinglegur,
bjartur yfirlits og fríður sýnum. Augun fögur, gáfuleg, skær og skarpleg;
hann var sannarlegt glæsimenni, er hann stóð á besta skeiði sínu.
Gáfurnar voru miklar og marghæfar, fljótar að skilja og fljótar að
álykta; hann var leiftursnöggur í svörum, fyndinn og meinyrtur, er
hann átti við mótstöðumenn sína, og bar jafnan hærri hlut, en skemmti-
legur, innilegur og inndæll** í viðræðum, einkum í fámennum vina
hóp, og vel skáldmæltur".1
Á Rannveigarstöðum búa þau hjónin í sextán ár. Það voru ár
manndóms, atorku og umsvifa. Haraldur var „. . . stórhuga, hagsýnn,
hraustur og víkingur til vinnu".1 08 3 Margháttuð störf hlóðust á hann.
Auk þess sem hann „. . . smíðaði kirkjur og bæi eystra“2 „. . . var
hann forgöngumaður sveitunga sinna innan sveitar og utan“3 oddviti,
* Þá Geithellnahreppi.
** Þannig ritað í heimild.
L