Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Síða 136
134
MÚLAÞING
hreppstjóri og sýslunefndarmaður, og við konungskomuna . . 1874,
kjörinn fulltrúi til að mæta á Þingvelli".1
Læknisverk innti hann af höndum, var sóttur til sængurkvenna og
fórst það vel, ennfremur segir: „. . . þá voru handtök hans við útvortis
meinsemdir góð og lipur, . .
Börn hændust að Haraldi og kenndi hann börnum á efri árum að
loknum búskap og öðrum umsvifum.
Oft stóð hann í málaferlum, bæði fyrir sjálfan sig og ýmsa sem til
hans leituðu og báðu hann liðsinnis. Voru það gjarnan þeir sem minna
máttu sín.
Á Rannveigarstöðum efnuðust þau hjónin og eignuðust rausnar-
heimili - og níu börn, en af þeim komust aðeins fjögur til fullorðinsára,
dæturnar Guðný, Dómhildur og Valgerður og sonurinn Ólafur. En
síðasta árið á Rannveigarstöðum „. . . veiktist hann í taugaveiki og lá
rúmfastur 11 vikur, oft svo þungt haldinn að enginn hugði honum líf.
Varð hann eftir þá legu aldrei samur maður. Lá hann síðan stórlegur
sem eðlilega veikluðu hann og drógu mjög úr vinnuþoli hans. Sálarfjör-
ið og sterk líkamsbygging virðast hafa hj álpað honum til að lifa þær af“.1
1880 flyst fjölskyldan að Búlandsnesi og býr þar í 20 ár. Þar ólu
hjónin upp tvo drengi auk eigin barna. Heimili þeirra hjóna hafði orð
á sér fyrir gestrisni, greiðasemi og höfðingsskap hvernig sem hagur
þeirra stóð. En á Búlandsnesi virðist Haraldur hafa legið undir þyngri
sjóum og margt orðið honum mótdrægt. Fjárskaði vorið 1881 olli
skuldasöfnun sem aldrei greiddist úr. Málaferli ollu fjarvistum hans
frá búskapnum og bökuðu honum jafnframt óvild sterkra andstæðinga.
Og á Búlandsnesi verður honum til ávirðingar að taka framhjá konu
sinni með yngri konu og eignast með henni tvo drengi. Eldri drengurinn
dó, en móðirin fór með hinn yngri til Vesturheims.
Vegna starfa Haralds í hreppsnefnd varð faktorinn á Djúpavogi,
Stefán Guðmundsson, svarinn andstæðingur hans; átti honum líka grátt
að gjalda vegna eldri skipta í fjármálum. Faktorinn lögsótti Harald
vegna oddvitastarfa hans, og því máli tapaði Haraldur þrátt fyrir lög-
kænsku sína. „ . . .fór hann frá Búlandsnesi eignalaus maður, . .
Einkasonurinn Ólafur lagði fram krafta sína við búskapinn eftir því
sem hann hafði aldur til, en hvað sem því líður - í aldarlok urðu
búskaparlok.
Þá er að minnast á skáldskap Haralds.
Hagmælskan var honum í blóð borin og fylgdi honum til æviloka.
Sonardóttir hans hefur þetta að segja: