Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 144
142
MULAÞING
Kári
Mótorbáturinn Kári, sem eg upphaflega ætlaði mér að rita um hér,
kom hingað til lands vorið 1906 á Eskifjörð með gufuskipinu Á. Ás-
geirsson, eigandi Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður við fsafjörð. Hann átti
þá og dreif hvalaveiðistöðina á Svínaskálastekk með þremur skotbát-
um, I Hovgaard, II Nansen, III Nordenskjöld.
Þeir sem keyptu Kára voru Ólafur Helgason, sem mörg ár var for-
maður á honum, Gunnlaugur Björgólfsson fóstri Ólafs, sem fyrst
byggði nýbýlið Kamba úr Karlsskálalandi 1892, Eiríkur Þorleifsson
bóndi að Krossanesi og Sigfús Daníelsson verslunarstjóri við verslun
Jóns Magnússonar Eskifirði.
í bátnum var 10 hestafla danvél, létt og fyrirferðarlítil móts við
gídeonsvél. Báturinn var ágætlega smíðaður og þótti hinn ásjálegasti
á að líta. Var þó helst til breiður í botn, en kjölur ekki nógu breiður
á móti, eins og eg hef áður lýst lagi á þessum bátum.
Eftirtaldir menn voru á bátnum fyrstu árin þrjú:
Ólafur Helgason formaður,
Hallgrímur Stefánsson mótoristi (báðir frá Kömbum),
Auðunn Jóhannesson Krossanesi og
Jón Steingrímsson Eskifirði.
Bátnum var haldið út frá Eskifirði, því þeir félagar áttu ekki annars
staðar völ á húsum sem þeir gátu notað við útgerð bátsins.
Þetta sumar var fremur aflatregt, en haustið stormasamt, þá allgóður
fiskur.
Ólafi heppnaðist þó að fiska svo vel að útgerðin bar sig og hægt var
að greiða þær afborganir sem samið hafði verið um við lánardrottin.
Næsta sumar, 1907, var Kára haldið út frá Eskifirði af sömu mönnum.
Þess má geta að Ólafur var svo vel látinn af hásetum sínum, að þeir
skiptu ekki um stað ef einhverjar kringumstæður neyddu þá ekki til
þess.
Þetta sumar fjölgaði mótorbátum mjög. Þrengdist þá að á grunnmið-
um og varð því að sækja lengra, en það þýddi meiri eyðslu á dýrri olíu.
Ólafur tók fljótt eftir því sem ýmsir fleiri formenn, að hinar löngu
sjóferðir fóru illa með kostnaðarhlið útgerðarinnar ef þær misheppnuð-
ust. Hann tók því heldur þann kost að fara heldur styttra í fiskileit þó
stundum yrði minni afli. Um haustið varð sú útkoma á útgerð Kára
að unnt var að greiða útgerðarkostnað og afborganir höfuðstóls.
í ársbyrjun 1908 fengu þeir Gunnlaugur og Ólafur byggða jörðina