Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 146
144
MÚLAÞING
tregur og langsóttur, verð líkt, en allt kaup fór hækkandi. Eigendur
Kára höfðu lengst af eða alltaf haft þann sið að láta þá sem á sjónum
voru og einn landmanna hafa hlut og fóru því ekki eins illa út úr
útgerðarkostnaðinum sem ýmsir aðrir, er reiknuðu öllum sem unnu
að útgerðinni kaup en ekki hlut.
Árið 1913 var sem einhver ókyrrð væri að færast yfir mannheiminn,
eins og uggur og ótti gripi um sig. Verð á fiski og fleiri íslenskum
afurðum steig. Það sumar seldi Eiríkur Þorleifsson part sinn í Kára,
en Eiríkur Helgason keypti af honum. Afkoma útgerðarinnar var það
ár vel viðunandi.
Þess má geta, að allt sem komið var með í land á Kára var hirt,
allur úrgangur keyrður upp á móa og mela og grætt þannig upp stórt
tún sem búinu kom að góðu, þó ekki hefði það áhrif á útgerðarkostnað-
inn.
Sumarið 1914 byrjaði vel. Fiskur kom snemma og hélst allvel um
sumarið. í ágúst skall á fyrra heimsstríðið. Þá ruglaðist bráðlega allt
verðlag, þannig að peningar misstu kaupmátt sinn, svo fjöldi fólks
áttaði sig ekki á hvað var að gerast. En flestar útgerðir munu heldur
hafa þénað það ár.
Árið 1915 urðu enn meiri sveiflur á öllu vöruverði. Þó var það svo
að íslenskar afurðir stigu meira í verði í hlutfalli við það sem áður var,
en mest mun þá hafa hækkað ull og lýsi af íslenskri framleiðslu, sérstak-
lega ef tókst að koma þeim afurðum til Þýskalands. En Jón boli var á
verði með dugmikla bryndreka, svo sjaldan tókst að komast framhjá
þeim, og var hitt tíðara að fleytan væri tekin og teymd til hafnar í
Bretlandi - en aldrei sökkt. Samt var verðið mun hærra en áður var
og afkoma útgerðarinnar mun betri en verið hafði.
Þá var eitt atriði enn sem hafði ekki lítil áhrif á útgerðarkostnaðinn.
Þá byrjuðu kaupmenn að flytja steinolíuna í stáltunnum. Það fannst
þeim sem hlut áttu að máli mikil viðbrigði.
Sumarið 1916 var álíka sögu að segja af fiski, en fiskverðið var mun
hærra og hagur útgerðarinnar aldrei hagstæðari. Þetta sumar varð fyrst
vart við kafbátahernað Þjóðverja, en það hafði lítil áhrif á siglingar
til íslands.
Árið 1917 byrjaði fyrir alvöru hinn illræmdi kafbátahernaður Þjóð-
verja og kom allhart niöur á þeim skipafélögum sem þá önnuðust
aðallega vöruflutninga til íslands og frá landinu, en þessi félög voru
danska „Sameinaða gufuskipafélagið" og „Bergenska félagið" norska.
Þessi félög misstu sex skip í íslandsferðum á tæpum tveimur árum.