Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 155
MULAÞING
153
búnaðarfélaga, að ekki var unnt að fá hálfs sumars vinnu fyrir
plógmann, því síður heils, er plógmenn áskildu, þótt árlega væri leitað
eftir. Þetta lagaðist þó aftur sem síðar mun sagt.
Á aðalfundi Sambandsins 1907 vorum við Björn Hallsson endurkosn-
ir í stjórn og þriðji maður Gunnar Pálsson á Ketilsstöðum. Verkaskipt-
ing hennar var sú, að eg var settur í sæti sr. Einars Þórðarsonar og
Gunnar í mitt, en Björn hélt sínu gjaldkerastarfi. En svo æxlaðist nú
það, að frá þessu ári og alla leið til 1920 varð eg að vera bæði formaður
og ritari Sambandsins, og ritarinn varð aðeins nafnið tómt. í þessari
stjórn verða síðar þessar breytingar: 1908 kemur Þórarinn Benedikts-
son hreppstjóri í Gilsárteigi í stað Björns Hallssonar og er gjaldkeri
til 1919. 1910 kemur Sveinn Bjarnason bóndi á Heykollsstöðum í stað
Gunnars Pálssonar. 1911 kemur Gunnar aftur í stað Sveins og er enn
ritari til 1916. 1916 - 1918 er Methúsalem Stefánsson ritari í stað
Gunnars, en víkur svo sæti fyrir Halldóri bónda Stefánssyni í Hamborg
í Fljótsdal, sem er ritari 1918 - 1921. 1919 er loks kosinn gjaldkeri í
stað Þórarins Benediktssonar, Hallgrímur Þórarinsson bóndi á Ketils-
stöðum á Völlum. Öll þessi ár hafði Sambandið, frá haustinu 1905,
fastan starfsmann (ráðunaut) og stundum tvo til leiðbeiningastarfsemi,
alls konar tilrauna við gróðrarstöðina o. fl. Man eg eftir Halldóri Vil-
hjálmssyni síðan skólastjóra á Hvanneyri, Benedikt Kristjánssyni fyrr
skólastjóra á Eiðum, Methúsalem Stefánssyni síðar skólastjóra á Eið-
um og enn síðar formanni Búnaðarfélags fslands og Benedikt G. M.
Blöndal.
Verkefni Sambandsins voru: 1. Það sem það beint tók við af Búnað-
arfélagi íslands, en það voru tilraunir með kynbætur búpenings fram-
kvæmdar með búfjár- og gripasýningum og stofnunum kynbótabúa og
félaga fyrir allar tegundir búpenings. En allt þetta var svo mjög komið
í móð í þeim hlutum landsins, þar sem Búnaðarfélagið náði bezt til.
2. Sjálfvalin verkefni, en meðal þeirra voru: A - Félagsplægingar,
hafnar 1904. B - Sýning jarðyrkju- og búnaðaráhalda við gróðrarstöð-
ina, allt frá skóflum og kvíslum til sláttu- og rakstursvéla samfara
leiðbeiningum um notkun þeirra. Útvegaði svo Sambandið og seldi
með verksmiðjuverði + fragt áhöldin eftir pöntunum. Námu slíkar
pantanir smáverkfæra og lítilsháttar af áburði þegar 1906 - 1907 kr.
4500,00. Varð þetta til mikils gagns og verksparnaðar fyrir almenning.
C - Stofnað var til svarðar- eða móleita um allt Sambandssvæðið og
til þeirra ráðinn Þorkell Jónsson frá Fljótsbakka, útbúinn með jarð-
nafri. Hófst það starf sumar 1907 og bar góðan árangur. D - Verðlaun-