Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Síða 161
MÚLAÞING
159
Ár 1914 er plægt hjá 36 bændum 80315 ferfaðmar. Jafnaðar-dagplæging
var 1226 ferfaðmar og kostnaður alls kr. 7,61. 1915 fékkst ekki hæfur
plógmaður. Eins fór að nokkru 1916. En bæði árin var nóg verkefni.
1917 var plægt í Borgarfirði og Vopnafirði. í Borgarfirði var jafnaðar-
dagplæging 865 ferfaðmar og í Vopnafirði 614,4 ferfaðmar með sama
manni og sömu hestum og útgerð allri.
1918 voru boðnar út plægingar í Austur-Skaftafellssýslu og Norður-
Múlasýslu austan Smjörvatnsheiðar. En í hvorugum staðnum fékkst
nándarnærri nóg verkefni til útgerðar. Ollu þessu að mestu erfiðleikar
af völdum styrjaldar. 1919 fór á sama veg fyrir sömu orsakir. 1920 var
plægt í Vopnafjarðar- og Skeggjastaðahreppum. Jafnaðar-dagplæging
varð c. 1 dagslátta og kostnaður kr. 39,50 á dagsláttu. Nánar um þessa
plægingaglímu er að finna í ársritum Sambandsins og skal í því efni
bent á ársritin 1911 - 1914 bls. 14 - 15, 1914 - 1915 bls. 4, 1915 - 1916
bls. 4, 1916 - 1917 bls. 10 - 11, 1917 - 1918 bls. 4-5, 1918 - 1919
bls. 2, 1919 - 1920 bls. 3 og 1920 - 1921 bls. 4. Af ritum þessum má
m. a. sjá, að mest plæging á bæ hefur verið: 1912 30 dagar og 30316
ferfaðmar, 1913 6 dagar og 5576 ferfaðmar, 1914 3 dagar og 5170
ferfaðmar, 1917 12Ví dagsláttur (Bf.) og 1630 ferfaðmar (Vf.).
Félagsherfanir höfðu oft komið til máls í sambandi við plægingarnar,
en eg jafnan verið á móti þeim. Ástæður þessar: Sambandið ætti aðeins
að stíga fyrsta og erfiðasta sporið, að brjóta jörðina fyrir menn. Það
var aðalatriðið. Framhaldið ætti hver og einn að annast sjálfur á réttum
tíma og við tækifæri, með þeirri aðstoð félags síns, að það ætti og
lánaði herfi og aktygi. Ætti svo hver sjálfur að herfa sitt flag með eigin
hestum og sama sem engum kostnaði. Félagsstarf, líkt og plægingar,
gætu herfingar ekki verið þegar af þeirri ástæðu, að þær þyrftu að fara
alls staðar fram á sama tíma eftir því sem jörð þiðnaði, því að á klökum
yrði herfunin léttust og bezt, meðan hið þíða lag væri blautt og gljúpt.
Auk þessa hafði eg reynslu fyrir því, að það sparaði ógrynni áburðar
að láta jörðina liggja opna í plægingu undir áhrifum lofts og vatns,
minnst 2 - 3 ár og sums staðar lengur eftir efnum jarðvegsins og að
lokun hennar of fljótt væri stórskaðleg. Enn kom til sú aukaástæða,
að eg hugði bændur mundu hafa ánægju af því eftir á að hafa unnið
sléttuna sína sjálfir að öllu öðru en landbrotinu, og sú ánægja vekja
þá og örva til frekari umbóta á jörðum sínum. Þessi og þvíumlík rök
færði eg móti því, að Sambandið léti plægingar til sín taka á annan
hátt en þann að hvetja búnaðarfélög til þess að afla sér herfa, aktygja
o. fl., útvega þeim þetta og jafnvel veita einhvern styrk til ef þyrfti.