Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 162
160
MULAÞING
Árið 1913 hrukku slík rök ekki til. Þá voru meðstjórnendur mínir
orðnir svo smitaðir og beygðir af gamla sóninum um flögin „til
skammar“, að þeir vildu ólmir stofna til félagsherfinga í sama stíl sem
plæginga. Eg sá að ekki mundi duga að spyrna á móti broddunum
(heimskunni) og lofaði þeim að ráða, enda voru þar tveir á móti einum.
Herfanir þessar komu til framkvæmda árin 1913 og 1914, en reyndust
ekki vel, eða líkt og eg hafði sagt fyrir. Og 1915 voru fylgismenn þeirra
algjörlega horfnir frá þeim og þá tekin upp hin aðferðin, að styðja
búnaðarfélög hreppanna til kaupa á herfum etc. (sjá ársrit 1914 - 1915
bls. 5). Var þá sú starfsgrein komin á rétt spor. Framanritað læt eg
svo nægja sem sýnishorn af þeirri miklu vinnu og margvíslegu erfiðleik-
um, sem stjórn Sambandsins hafði í för með sér og sem þar varð að
vinna og yfirstíga.
Auk þeirra aðalstarfa Sambandsins, sem nú hefur verið getið hér að
framan, fékkst það meira og minna við fjölda annarra mála og hug-
mynda, mögulegra og ómögulegra, sem bárust því úr öllum áttum,
ýmist til athugana, rannsókna eða framkvæmda, svo sem t. d. stofnun
mjólkurbúa, rjómabúa, byggingu sláturhúsa og margt og margt fleira.
Allt átti Sambandið að gjöra. Margt af slíku var tekið til athugunar
og rannsóknar, enda var tæplega hægt að neita því, jafnvel þótt hug-
myndirnar sýnilega væru ótímabærar eða óframkvæmanlegar. En allt
kostaði það Sambandið tíma og vinnu, jafnvel fé líka. Stjórnarfundir
voru oftast 4 - 5 á ári, minnst þrír og einn fulltrúafundur (aðalfundur),
þar sem mættu kosnir fulltrúar búnaðarfélaga, er í Sambandinu voru,
auk stjórnar og starfsmanna. Ekki höfðu stjórnarmenn laun, heldur
dagpeninga fyrir funda- og vinnudaga, kr. 4,00. Lengi hafði Sambandið
þröngan fjárhag og litlu úr að spila. Fyrstu árin og fram eftir öllu voru
tekurnar 4-5-6 þúsund kr. En töluvert lagaðist þetta við andlát
Eiðaskólans. Þá bættust því vextir af Jarðeldasjóði er skólinn hafði
haft. Sannaðist þar bókstaflega hið gamla, að „eins dauði er annars
brauð“. Og 1920, er eg skildi við Sambandið, voru tekjurnar kr.
17755,13. Eign þess var 0 er það byrjaði, en var í árslok 1920 kr.
23123,78. Þá stóð og gróðrar- eða tilraunastöð Sambandsins á Eiðum
enn í fullum blóma með myndarlegu og vönduðu timburhúsi (og þar
í verkfærasýningin) með sínu fullunna stóra landi og með sínum alhliða
áburðar- og gróðurtilraunum fyrir alls konar grastegundir, garðávexti
og jafnvel skrautblóm lítilsháttar.
Við þessa þurru frásögn atvika og starfa get eg ekki stillt mig um
að bæta nokkrum athugasemdum og atriðum, þótt þau megi telja frem-