Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 163
MULAÞING
161
ur til gamans en gagns. Viðbrigði í plægingamálinu t. d. 1913 hljóta
að stinga í augu og hafa einhverja orsök. Eftir fimm ára árangurslausar
tilraunir til þess að vekja búnaðarfélög hreppanna til starfa, þannig að
þau þægju aðstoð Sambandsins til þess að brjóta jörð, er þau svo
breyttu í töðuvelli og/eða matjurtagarða, og það svo hafði snúið sér
til einstaklinga með þeim árangri að fá 3/s hluta þess verkefnis til plæg-
inga 1912, er með þurfti, þá bregður svo við, að 1913 og 1914 verður
svo mikið kapphlaup eftir plægingum í sömu félögum, að allmiklar
leifar eru frá ári til árs. Og um leið kafnar, fellur niður og hverfur
sónninn um „flögin til skammar“. Sannaðist þá það, sem áður var
vitað, að hann var vakinn og útbreiddur af áhugalausum mönnum og
dáðlausum um umbætur á högum sínum og jörðum sem viðbára og
sér til afsökunar. Þegar það svo berst út, að einn maður hafi tekið 2/s
plæginganna á móti hinum öllum, eða allt að 40 dagsláttum. þá veldur
það undrun og róti í hugum manna, sem áður höfðu talið það allmynd-
arlegar jarðabætur að slétta 10 - 20 ferfaðma á ári á túnum sínum.
Slík undur hlutu að eiga sér einhverjar orsakir. Og þær orsakir þurfti
að finna, og þær fundust.
Af útleggingunum var eg var við eða heyrði þrjár. Sú fyrsta og bezta,
en sem átti formælendur fá, var sú, að þetta væri gjört til þess að koma
plægingum á, eins og var. Önnur var sú að þetta væri athyglisvert mál,
því að þesi maður réðist hvorki í þetta stórvirki né annað, nema hann
vissi fyrir víst að það væri gróðavegur. Studdu þetta enda með túnbótum
mínum, er þegar mundu hafa margborgað sig, sem og var nokkuð í.
Þriðja útleggingin og sú lakasta var þannig: Sr. Magnús hefur verið
búinn að reikna út, að plægingin mundi kosta sama sem ekkert og
gripið tækifærið til þess að láta Sambandið plægja upp fyrir sig land í
tveggja túna stærð. Lítið dæmi umtalsins er tilsvar við langferðamenn,
er um þjóðveginn austan Grímsár fóru og sáu vestan hennar hið stóra
Krossbrekkuflag á Jaðri. Fórust þeim einhver orð um stærð þess og
hve plæging sú mundi dýr. Svarið var, að rétt væri að plægingin væri
stór, en kostnaðurinn væri ekki meiri en svo, að gott mætti telja ef sr.
Magnús léti ekki Sambandið borga sér fyrir að fá að plægja hjá honum
fyrir ekkert. Tilsvarið var haft eftir gagnbúa mínum, Gunnari á Ketils-
stöðum. Og hann átti bezt um að vita, þar sem hann var ritari Sam-
bandsins, átti sjálfur eina dagsláttu í plægingum um 1912 og hafði því
hlutfallslega setið að sömu kjörum sem eg. Bak við slíkar útleggingar
leyndust í kyrrþey ákvarðanir um, að sr. Magnús skyldi ekki fleyta
þannig rjómann ofan af plægingunum ár eftir ár. Arið eftir tóku Ket-
11