Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Síða 164

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Síða 164
162 MÚLAÞING ilsstaðabændur og margir aðrir svo myndarlegan þátt í plægingunum 1913, að ekki varð yfir komizt eins og fyrr segir. En útleggingarnar og umtalið varð svipað því sem glettnisandi minn, er eg svo hef nefnt, hvíslaði að mér vorið 1912, þegar eg var að velta því fyrir mér, hvort mér væri fært að taka svo mikla plægingu ofan á annan kostnað. Eg hafði ekki annað við að miða en Elliðaplægingarnar, og þá gat þetta orðið c. 800 kr. bit. En eftir á hafði eg gaman af, hve nærri eg hafði farið um aldarandann á Héraði. Eg náði mínu marki, að vekja áhugann og koma þessu af stað, hver sem orsökin var. Og af því að plægingarnar tókust svo vel sem fyrr er greint, kostaði gapaskapurinn mig aðeins c. kr. 227,80. Og vitanlega hefur þessi litli kostnaður, kr. 6.70 á dagsláttu, haft sín áhrif, eins og reynslan frá 25 krónum Elliða mun áður hafa dregið úr mörgum um áhugann, svo að alls sé gætt sem hér verkaði á. Þá mun vert að geta þess, hvernig það atvikaðist að eg hætti störfum við Sambandið. Eg hafði verið mér mjög úti um að grennslast eftir, hvernig unnið væri að jarðbroti og annarri jarðyrkju erlendis, enda ávallt verið hneigður fyrir að hagnýta mér reynslu annarra. Veturinn 1917 - 1918 hafði til mín komið Vestur-íslendingur, er fluttur var heim aftur. Er eg spurði hann út um, hvernig slíkt væri unnið í Ameríku, sagði hann mér að mjög væru til þess notaðar dráttarvélar, er nefndust þar traktorar. Væru þeir látnir draga plóga og hvers konar önnur jarðyrkjuverkfæri, mörg eða fá í einu, eftir því hvort jörð væri létt eða þung. Síðla vetrar skrifaði eg fulltrúa landsins, Árna Eggertssyni til Ameríku 2. marz og bað hann að gefa mér nákvæma lýsingu á slíkum traktor og umsögn um það, hvort hann mundi vera nothæfur á íslenzka jörð. Frá þessu skýrði eg á aðalfundi Sambandsins 1918. Tók fundurinn því vel og fól stjórn að halda áfram að vinna að málinu og draga saman fé til kaupanna, ef til kæmi. Þetta var endurtekið á aðalfundi 1919, þar sem svar Árna var þá enn ekki komið. Eftir þann fund endurnýjaði eg bréf mitt til Árna Eggertssonar, þar sem líklegt var að hitt hefði glatazt. Þegar svarið dróst enn von úr viti, datt mér í hug að snúa mér til ríkisstjórnarinnar. En þá var það orðið of seint, til þess að upplýsingar fengjust fyrir aðalfund 1920. Mér féll afar illa dráttur þessi. Eftir lýsingu þeirri, er eg hafði fengið af áhaldi þessu, taldi eg það fallið til þess að verða hæfilegt framhald og framför frá því, sem þekkzt hafði hér á landi. Það hafði alls ekki leynzt mér, að allmiklir erfiðleikar voru á því að vinna íslenzka jörð með lifandi krafti. Jafnvel þótt hestum væri fjölgað, þá var vinnan þeim erfið. Og þó var hitt enn erfiðara og hæpnara, að fá hæfa menn til þess að stjórna þeim
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.