Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 168

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 168
166 MÚLAÞING ársrit Sambandsins 1926 - 1928 er birt „Yfirlit yfir 25 ára starfsemi Búnaðarsambands Austurlands". Er þar farið mörgum lofsamlegum orðum um stofnendur þess, með myndum framan við ritið af okkur sr. Einari Þórðarsyni. Skulu hér teknar upp nokkrar sundurlausar setn- ingar úr fjórðungs-aldaryfirliti þessu: „Búskaparhættirnir voru yfirleitt með fornu sniði, framfarir hægar og búnaðarfélögin hálfsofandi eða í dái. - Er engin furða, þótt áhuga- sömum mönnum þætti miða hægt áfram og vildu fegnir ráða bót á þessu, ef kostur væri. Líklega hefur þeim fundizt þetta, sr. Einari Þórðarsyni í Hofteigi og sr. Magnúsi Bl. Jónssyni í Vallanesi, þegar þeir fundust í kaupstaðarferð vorið 1903 og réðu með sér að reyna að vekja búnaðarmálin til meira lífs og meira starfs með sambands-bún- aðarfélagi." Rétt er hér skýrt frá samfundum okkar sr. Einars á Seyð- isfirði 1903, enda mun sá fundur hafa verið undir lagður í bréfi því, er eg gat um í byrjun þáttar þessa, En þá hafði mér gleymzt sá fundur. Enn segir í yfirlitinu, eftir að hafa getið þeirrar víðsýni forgöngumanna að láta Sambandið taka yfir allan Austfirðingafjórðung: „Með þessu báru forgöngumennirnir gæfu til að gefa félaginu þann ramma, sem það hefur haft síðan og mun hafa lengi enn. Bygging félagsins var einnig mótuð á heppilegan og sjálfstæðan hátt sem samband búnaðar- félaga. Engar slíkar fyrirmyndir voru þá til hér á landi. Félagar Bún- aðarfélags íslands og Ræktunarfélags Norðurlands voru aðallega ein- stakir menn. Vafalaust verður bygging Búnaðarsambands Austurlands langærri og í betra samræmi við kröfur tímans en hinna.“ Þá er getið fyrstu stjórnar Sambandsins og þar við bætt: „Þessir menn hafa hver á sína vísu verið atkvæðamenn í búnaðarmálum og átt marga fagra drauma um framtíð búskapar hér á landi.“ í sumar (1944) átti Sambandið 40 ára afmæli. Fékk eg þá frá aðalfundi þess á Eiðum svohljóðandi símskeyti: „Á fjörutíu ára afmæli Búnað- arsambands Austurlands 1944 þakkar aðalfundur þess yður brautryðj- andi starf við stofnun þess og forgöngu um mörg ár. Sambandsstj órnin. “ Slík viðurkenningar- og þakkarorð, sem sjaldnast koma fyrr en hlutað- eigandi er kominn í gröfina, mega teljast góðra gjalda verð. En hitt er víst, að hefði eitthvað slíkt látið á sér bera, meðan yfir stóð, í stað mótspyrnu og stundum beinnar andstöðu, þá mundi meir hafa á unnizt. Það hefði örvað og styrkt forgönguna og ávextirnir orðið meiri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.