Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 177
MÚLAÞING
175
Eftir Þorstein liggja tvö handrituð kver og eru bæði í héraðsskjala-
safninu á Egilsstöðum. Annað er í fullskrifaðri stílabók í kápu og ber
titilinn: Nokkrar hugleiðingar eftir Porstein Magnússon Eiðum 1910.
í stílabókinni eru 34 stuttar greinar, tölusettar nema ein sem hann
hefur gleymt að merkja. Greinarnar eru nokkuð samstæðar. Þar er
fjallað um siðfræðileg efni, yfirleitt í ljósi kristinnar trúar, dygðir og
andstæður þeirra, ýmsa þætti mannlegrar breytni og lagt hiklaust mat
á hvaðeina, en þó gætt hófsemdar og aðgæslu í dómum. Fyrirsagnir
veita nokkra hugmynd um inntak og eru þær þessar:
1. Vorið, 2. Vonir og óskir, 3. Friður og ófriður, 4. Reiði og bráð-
lyndi, 5. Dagdómar og illgirni, 6. Að tala og þegja, 7. Ljótt orðbragð,
8. Hógværð og frekja, 9. Hlýðni og undirgefni, 10. Samviskusemi, 11.
Reglusemi, 12. Hirðusemi og sparsemi, 13. Andlega og líkamlega
vinnan, 14. Einveru-tíminn. 15. Lánsemi, 16. Auður og ánægja, 17.
Oftraust og vantraust, 18. Þolinmæði og geðprýði, 19. Kurteisi og
siðprýði, 10. Höfum fegurðarsmekk, 21. Verndum móðurmálið, 22.
Bóklestur, 23. Temjum sönginn, 24. Iðkum glímur, 25. Brúkum sund.
26. Svefn og draumar, 27. Að heyra, 28. Burt með vínandann, 29.
Afnemum tóbak, 30. Lyftum huganum hátt, 31. Trúin, 32. Syndin,
33. Kirkjugöngur. Enn er grein sem höfundur hefur gleymt að merkja
við: Þakklátssemi og greiðasemi, milli nr. 17 og 18. - 34 greinar alls.
Þegar eg var að lesa þetta greinasafn læddist að mér - með nauðung
þó - sá grunur að þetta væri ekki eftir Þorstein og að orðið eftir
(Þorstein Magnússon) í titli megi skilja á þann veg að hann hafi safnað
í handritið úr einhverju lesmáli, bók eða bókum, jafnvel að hann hafi
þýtt þetta efni að einhverju leyti. Hins vegar vil eg ekki álíta það og
tel naumast sæmandi. Greinarnar eru allar í samræmi við hugarheim
Þorsteins eins og honum var lýst fyrir mér, en auðvitað hefði hann
valið í kverið það efni sem talaði til hans, ef um aðföng hefði verið
að ræða.
En hvort sem hann hefur samið þetta eða ekki er víst, að hann hefur
viðað að sér efninu að einhverju leyti með bóklestri. „Hvað er það
sem þér hafið ekki þegið?“ stóð í Fræðum Lúthers hinum minni, og
er víst orð að sönnu. Reyndar bendir málfarið til að Þorsteinn hafi
samið eða þýtt. Það er yfirleitt skrifað á yfirlætislausu og góðu daglegu
máli, en smáhnökrar og brestir í stílnum sýnast benda til að höfundur
sé lítt þjálfaður í málsmeðferð.
Það er reyndar haft eftir Halldóri Vilhjálmssyni, kennara Þorsteins
á Eiðum - síðar skólastjóra á Hvanneyri - að ekkert þýddi að spyrja