Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 181
MÚLAÞING
179
sem áður sagði. Bergi varð ekki langs starfstíma auðið á Eiðum, því
að hann andaðist 15. mars árið 1910.
Staðnæmumst nú við árið 1908. Þá er á Eiðum þetta heimilisfólk
samkvæmt sóknarmannatali 31. desember 1907: Skólastjórahjónin
Bergur og Gundhild, ráðskona, 4 vinnukonur, 3 vinnumenn og Þor-
steinn einn af þeim, ennfremur Methúsalem Stefánsson kennari við
skólann 1907 - 1908 og tilraunastjóri í Gróðrarstöðinni, þ. e. tilrauna-
stöð í landbúnaði sem Búnaðarsamband Austurlands rak lengi á Eiðum
þar sem nú er barnaskóli og íþróttasvæði UÍA. Auk þess kaupafólk
um sumarið, en ekki gott að átta sig á hve margt það var. Þá voru í
skólaheimilinu enn til viðbótar 6 námssveinar - 17 manns alls í elsta
skólahúsinu og áreiðanlega fullskipað. Kannski Þorsteinn hafi þá verið
á fjósloftinu og skrifað þar dagbókina sumarið 1908, en nú hefst hún:
DAGBÓK HALDIN Á EIÐUM
1908 - Þ. M.
Maímánuður
Fyrsta sumarvikan var köld, með
snjóhríðum við og við, talsverður
snjór, norðaustanátt. Engin vinna
önnur en fjárgeymsla. Önnur sumar-
vikan einnig stirð og köld, samt ekki
eins mikil snjókoma, en sama loftátt.
I þeirri viku byrjaði maí. Þokufullt loft
og frost nokkurt fyrstu daga hans.
3. maí, krossmessa. Einn maður
(Þ. G.) fór úr vist.
4. maí. Sent á Seyðisfjörð1 með alla
(12) hesta. 2 menn fóru, komu svo aft-
ur 7. maí og með eina þjónustustúlku
þaðan. Kalt og frost á nóttum.
10. S.1) Þann dag norðvestan gola,
ekki kalt, nokkuðskýjað loft. Fór þ. d.
héðan 1 þjónustustúlka heim til sín í
Reyðarfjörð. Sagt upp skóla.
11. M. Suðvestan hægviðri, frost-
laust, nær heiðskírt loft. Unnið að
grjótmulningi í nýja húsið,2 sem var
reyndar gert áður við og við í vor.
12. Þ. Sama veður og sama vinna.
13. M. Sömuleiðis. Stungið út úr
heimahúsum tað bæði til mölunar og
brennslu.3
14. F. Suðvestan landátt, hláka
mikil, skýjað loft. Herfaður áburður á
tún. Tekið upp grjót á Borgarhólnum4
til nýja hússins.
15. F. Tekið út tað á Uxagerði.5 Rif-
in kolakompan þar sem nýja húsið á
að koma. Plægt í garðinum oft. Kýr
látnar út í fyrsta sinn.
16. L. Heiðskírt veður og sunnan-
vindur, heitt veður. Rifin smiðjan þar
sem nýja skólahúsið á að vera,6 moldin
keyrð í burtu.
17. S. Suðvestan vindur, skýjað loft.
Engin vinna, allir heima. Nokkrir gest-
ir komu.
18. M. Suðvestan hæg gola, nær
heiðskírt loft, hiti mikill og blíða. Rifn-
ir kofarnir að grunni frá nýja skólahús-
inu. Flestir skólapiltar í vinnu við það
') Hér hefjast reglubundnar færslur. Til hægriverka verða dagsetningar færðar á þennan
hátt: 10. S. (= 10. maí, sunnudagur) 11. M. o. s. frv.