Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 182
180
MÚLAÞING
og verða til mánaðarloka með IIV2
stunda vinnu.
19. Þ. Suðvestan vindur, sólskin af
og til, skýjað loft, gott veður. Sama
vinna. Ennfremur ekið áburði á tún,
reist tað. Vinna í garðinum á Borgar-
hólnum sáð þar kartöflum.
20. M. alveg sama veður. Mælt fyrir
grunnstærð hússins, mótað fyrir kjall-
ara þess og keyrt þaðan mold frá. 3
sjálfboðar í vinnunni. Ent við að setja
niður kartöflurnar í garðinn. Um 20
ærnar bornar.
21. F. Austan vindur f. m., skýjað
loft, ekki heitt, en e. m. sólskin, logn
og hlýtt veður. Unnið að kjallara-
greftrinum. Breiddur áburður á túni
o. fl.
22. F. Suðvestan vindur, heiðskírt
alveg til kvölds, þá dró upp landský-
bliku. Unnið að kjallaranum tilvon-
andi. Búin til ný tröð sem liggur að
nýja húsinu. Þvegin innan ýms bæjar-
hús. 1 kýrin bar.
23. L. Austan vindur, skýjað loft,
lítið sólskin, ekki kalt veður. Kjallara-
vinnan, keyrt mölinni niður í tröðina.
B. Kr. ráðunaut7 lagði á stað í sýning-
arferðir sýnar. Breiddur áburður á tún-
inu.
24. S. Sunnan vindur, lítið sólskin,
eigi mjög kalt, mikið skýloft. Allir
heima, engin vinna, engir gestir nema
1 búnaðarfélagsmaður (E. Sv.) er fer
í vinnu. Lagt net í Húsatjörn. Syntu
piltar8 í henni um leið.
25. M. Sunnan vindur, rigning um
morguninn, þurrkur og sólskin er á
daginn leið. Smalað saman fé og tekin
af því ullin að nokkru leyti. Unnið í
kjallaranum. Þórunn frá Rangá,l) sem
á að verða matráðskona á skólanum,
kom.
26. Þ. Sunnan vindur, sólskin við og
við, skýloft. Keyrt úr kjallaranum, en
skólapiltar í verklegri kennslu við tún-
sléttun. Ráðskonan, Helga Beck, fór
frá skólanum og skilaði starfinu til
skólastj[órafrúarj Gundhild Helgason
er tekur við.
27. M. Suðvestan vindur, hvass,
heiðskírt og sólskin. 4 bændur grófu í
kjallaranum, mótað fyrir vatnsleiðslu-
skurði til hans. Rist upp jörðtil sléttun-
ar (skólapiltar).
28. F. Uppstigningardagur. Land-
vestan vindur hvass, besti þurrkur,
þunnskýjað loft. 2 menn fóru á Seyð-
isfjörð með flutningshesta og skóla-
stjóri að auk.
29. F. Alveg sama veður og enn
meiri hiti, lækir og ár miklar. Unnið
að túnsléttun og hirt saman allt taðið
bæði heima og á beitarhúsinu.
30. L. Suðvestan vindur, skýjað loft,
dálítill gróðrarskúr e. m. Komið heim
úr kaupstaðnum. 10 smiðir komnir til
húsbyggingar10 og 1 kaupakona á
skólanum (Margrét) og matreiðslu-
kona smiðanna. Eftir þeirra fyrirsögn
þarf að grafa meir úr kjallaranum,11
var byrjað aftur.
31. S. Pálmasunnudagur. [Höf. rugl-
aður í ríminu.] Vestan vindur, heið-
skírt veður, sólskinsþurrkur. Allir
heima nema skólastjóri og yfirsmiður-
inn. Póstur kom. 1 vinnukona gekk úr
vistinni (Guðfinna).
Skýringar
1. Þetta var síðasta árið sem verslað
var á Seyðisfirði frá Eiðum og verslun
óvenjumikil vegna byggingarum-
stangsins. Næsta ár var Fagradalsbraút
komin og verslað á Reyðarfirði.
2. Grjótið var m. a. notað í steypuna
til að spara sement og brotið svo að