Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 184
182
MÚLAÞING
Keyrt að mulið grjót og sandur. Sett
lokræsi í fitskurðinn o. fl.
10. M. Sunnan gola, skýþykkt loft,
stór og skammur skúr. Suðvestan
vindur, hvasst, nær heiðskírt. Skóla-
stjórnarfundur, viktaðar ýmsar búleif-
ar. Rist upp jörð í hesthústúninu. Kom
ný kaupakona (Guðlaug).
11. F. Sunnan gola, skýþykkt loft,
engin rigning. Enn skólanefndarfund-
ur. Presturinn kom til að yfirheyra
börn og 3 gestir aðrir, philosof, juristi
og assistent.3 Lokið við að hreinsa
túnið. Unnið í Sláttuflaginu.
12. F. Austan vindur, þokufullt loft,
rigning við og við, heldur kalt veður.
Komið af Seyðisfirði með 4 hesta.
Stórþvottur hjá konum. Önnur vinna
[samaj og áður.
13. L. Austan vindur, þykkt loft, lítil
rigning, nokkuð kalt veður. Fluttur
heim sandur á hestum.4 4 hestar keypt-
ir til skólans.
14. S. Austan vindur nokkuð hvass,
kalt veður, þokuloft, snjóaði í fjöll.
Messudagur, fermt og altarisathöfn,
margt fólk, allir heima. Skólastjóri
reið á Seyðisfjörð.
15. M. Norðaustan vindur, þykkt
loft, kalt veður. Smalað dilkám,
mörkuð lömbin, rúið dálítið. Keyrt
heim að byggingunni mulið grjót, flutt-
ur sandur í kössum. Ný kaupakona
kom (Pórey),
16. Þ. Norðan gola, þykkt loft, ekki
mjög kalt f. m. Vestan gola, mikið
heiðríkt e. m.5 Sama vinna og áður.
Nýr kaupamaður kom. 6 hestar og
maður lánaðir í sandinn frá Hjartar-
stöðum.
17. M. Suðvesta gola, skýblika,
smáskúr f. m., logn um kvöldið. Farið
á Seyðisfjörð með nokkra hesta. Tekið
upp grjót í Borgarhól, plægt í flagi.
áveitt vatn úr Gilsá á engi.6 Fluttur
sandur heim f. m.
18. F. Vestan gola, nær heiðskírt
veður, ekki kalt. Veitt vatni á engi,
tekinn upp mór hjá bænum, 4 menn.
Jafnað niður byggingartimbrinu. Önn-
ur vinna sama og áður.
19. F. Suðvestan vindur, skýþykkt
loft, heitt veður. Kómið úr kaupstaðn-
um og með 2 kaupakonur á skólann
(Guðrún og Helga). Tekinn upp mór,
4menn. Önnurvinna [sama] og áður.
20. L. Suðvestan vindur, þykkt loft,
gott veður. Tekinn upp mór. Tekinn
upp sandur við lækinn. Brann gat á
kokkhúsið, slökkt strax.
21. S. Lengsti dagur. Landsunnan
vindur heitur, lítill skúr e. m. Sumt af
skólapiltum og smiðum ekki heima.
Nokkrir gestir aðkomnir vegna glímu-
fundar sem ekkert varð af.
22. M. Suðvestan hvass vindur,
skýloft, sólskin. Smaladagur, rúið
lítið, vantaði margt af ám. Byrjað á
því að girða Stórahagann.7 Flutt að
grjót og sandur. Consulent B. K.8 kom
heim.
23. Þ. Suðvestagola, smáskýjað loft,
hlýtt veður. Setið yfir ánum nótt og
dag um þetta leyti. Unnið að girðing-
unni í Haganum, keyrður frá mór til
þurrks. Eru 8 næturgestir í tilefni af
fundi næsta dag.
24. M. Suðvestan vindur, heiðskírt
og sólskin, heitt veður. Búnaðarsam-
bandsfundur hér, flestir fulltrúar mætt-
ir og því gestkvæmt. Vinna alveg sama
sem fyrirfarandi, til sandflutninga og
girðing.
25. F. Suðvestan hæg gola, skýbliku-
loft nokkuð, sólskin. Búnaðarsam-
bandsfundurinn stóð nær til hádegis,
vakað við hann um nóttina. Unnið að
girðingunni í Haganum. Keyrður til