Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 186
184
MÚLAÞING
norðan vindur, kalt veður e. m. Flest-
allir heima nema 2 smiðir. 5 gestir
komnir.
6. M. Norðvestan vindur, heiðskírt
veður, ekki mjög kalt. Byrjað að slá
norðan við Nýjahúsið, 1 maður. 1
maður kom í teigaslátt. Byrjað að þvo
ull, 3 stúlkur. 2 stúlkur sitja yfir ánum
á daginn. Fluttur heim sandur frá
læknum. Flutt heim ull frá beitarhús-
um.
7. Þ. Norðvestan vindur, mikið til
heiðskírt veður, ekki heitt. Breiddur
mór (1 maður). Þvegin ull (3 stúlkur).
Keyrt að sandur og grjót. Tekið aftur
til girðingarinnar í Stórahaganum. 2
skógfræðingar voru næturkyrrt.
8. M. Alveg sama veður, þokuslæða
um kvöldið. Verið við girðinguna.
Ullarþvottur, móakstur, sandflutning-
ar o. fl. Slegið norðan við gamla húsið
og á norðausturtúninu. Gestirnir fóru
e. m.
9. F. Vestan vindur, heiðskírt, sól-
skinsveður, heitt. Alveg sama vinna og
daginn áður.
10. F. Vestan gola, heiðskírt og heitt
sólskinsveður. Slegið á norðurbeðun-
um í Meðaltúninu,2 görðuð taðan. Ent
við að þvo ullina. Lokið við að girða
Stórahagann. Grjót- og sandflutningar
o. fl.
11. L. Vestan gola, heiðskírt ogheitt
veður. Þurrkuð taða og sett í sæti.
Slegið í austurtúninu. Þurrkuð ull,
sekkjuð og bundin.
12. S. Vestan gola, heiðskírt, eigi
mjög heitt veður. Allir heima. 2 út-
lendir ingeniörar1 komu. Farið á Seyð-
isfjörð með marga hesta og nær 1000
pund af ull. Safnaðarfundur eftir
messu átti að vera, en varð af hvorugu,
prestur kom ekki.
13. M. Vestan gola, mjög líkt veður
og fyrr, þoka um kveldið, kom dögg.
Þurrkuð taða á túninu.
14. Þ. Alveg sama veður, sólskin og
vestan gola. Komið af Seyðisfirði um
morguninn. Þurrkuð taða á austurtún-
inu, sett í sæti og föng. 1 smiður datt
og slasaðist, sent eftir lækni.
15. M. Norðvestan vindur, skýloft
til hádegis, heiðskírt eftir það. Þurrk-
uð taða á austurtúninu og sett í sæti.
Um kvöldið kom vikadrengur frá Eski-
firði hingað til vistar.
16. F. Alveg sama veður og sama
vinna nema að því leyti [að] bundin
var taða á túninu e. m., samtals 45
hestar um kvöldið. Komu 2 sunnlensk-
ir kaupamenn hingað til vinnu.
17. F. Vestan gola, heiðskírt og sól-
skinsveður, heitt f. m. Þurrkuð taða,
bundnir 15 hestar af henni af austur-
hólum. Komu 2 smiðir til veru að
gróðrarstaða-húsinu sem verið er að
byggja.4
18. L. Suðvestan vindur, heiðskírt,
sólskin, heitt veður. Þurrkuð taða á
austurtúninu og rökuð upp í sæti.
Skorið torf til skólabyggingarinnar. 1
kaupamaður, S., fór í burt heim til sín.
19. S. Landsunnan vindur, skýfullt
hlýtt veður, skúrir um miðdaginn.
Smiðirnir flestir upp í Skógi, aðrir
heima. 2 menn fóru með flestalla hesta
til Seyðisfjarðar eftir vöru. Kynbóta-
nautið Njáll var fluttur hingað.
20. M. Sunnan vindur, þykkskýjað
loft, lítið skin. Smiðirnir komu heim
úr skógförinni.6 Þeir eru búnir með
aðra gólfhæð fyrir ofan kjallara. Tek-
inn saman mór í hlaða og hrauka.
Skorið torf. Ennþá slegið nokkuð á
vesturbeðunum. Fönguð taða á úttún-
inu. Bundnir 7 hestar af töðu.
21. Þ. Suðvestan heiðskír sólskins-
vindur f. m., en sunnan þykkskýloft