Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 188
186
MÚLAÞING
vatnsborðshækkunina vegna rafstöðv-
arinnar 1935.
9. Fitjarnar voru hálfdeigjur með-
fram Eiðalæk vestur og norðvestur af
heimahúsum.
10. Túnstærðar getur ekki í Eiða-
sögu, en áhöfn 1908 - 1909 var 5 kýr,
vetrungur og /i naut, 7 hestar, 383
sauðfjár. Þar er töðufengur sagður 205
hestburðir og fitjungur ef til vill með-
talinn, og muna þá tæpum 20 hestburð-
um frá tölu Þorsteins. Skólapiltar voru
18 þennan vetur og höfðu aldrei verið
eða urðu fleiri.
Agústmánuður
1. L. Vestan lognhiti og sólskins-
heiðríkja. Slegið og rakað á Mýrfit-
inni. Keyrt út mó.
2. S. Vestan vindur, skýloft dálítið,
smáskúrir e. m. Flestir heima. Komið
af kaupstaðnum. Nokkrir fóru í
hólmaför um daginn. Söngur og dans
hjá Glaumbæ' um kveldið.
3. M. Vestan gola, þykkt loft, hlýtt
veður. Heyjað og rakað á Mýrfitinni,
bundnir og hirtir 12 hestar þaðan.
Keyrður út mór. Farið á Seyðisfjörð
með marga hesta. Komið ferðafólk, 9
í hóp í hólmaför út í Eiðavatn.
4. Þ. Suðvestan gola, þykkt loft, blítt
veður, skúr f. m. Heyjað og rakað á
sama stað og áður. Lokið við að keyra
út mónum. Smalann vantaði talsvert
af ánum.
5. M. Vestan vindur, heiðskírt,
vindmistur. Nokkuð komið úr kaup-
staðnum. Fluttur sandur í púss neðan
frá fljóti. Breiddur mór til þerris. Hey
þurrkað og sett upp í sæti í Mýrfitinni.
6. F. Vestan vindur hvass, mikið
rykmistur yfir, allheiðskírt veður.
Bundnir 25 hestar af heyi á fitinni.
Fluttur sandur. Slegið og rakað sef og
stör við vatnsfæturna.2
7. F. Vestan vindur, þunnskýjað,
loft eigi mjög hvasst, ekki mistur.
Slegið í vatnsfótunum og rakað.
Bundnir 10 hestar af Mýrfitinni eða
allt sem til var.
8. L. Norðan skýloft f. m., norðaust-
an þokuloft e. m., heldur kaldur
vindur. Slegið og rakað á Leirunni.
Flutt torf að skólahúsinu. Farið eftir
timbri út í Ketilsstaðadal með nokkra
hesta. 2 kaupamennirnir fóru á Seyðis-
fjörð í skemmtitúr. Farið á fuglaveið-
ar, 1 maður sem skaut nokkra fugla.
9. S. Norðaustan skýloft, heldur kalt
veður, smá rigningarskvetta um
daginn. Presturinn messaði og hélt
safnaðarfund. Flestir heima. Nokkrir
messugestir.
10. M. Alveg sama veður og daginn
fyrr, hvítir allir fjallatoppar að sjá.
Slegið og rakað á Ormsstöðum. Sótt
timbur út í Dalinn. Kaupakona kom í
Gróðrarstöðina til heyskapar.
11. Þ. Heiðskírt ioft og vestan
vindur, sólskin mikið, svalt um morg-
uninn. Þurrkað og sett upp stórsefið
við vatnið. Heyjað á Leirunni og
Ormsstöðum. Sótt timbur út í Dal.
12. M. Suðvestan vindur hvass,
skýloft, góður þurrkur. Þurrkað og sett
upp hey á Leirunni, rökuð þar líka ljá.
Slegið á Ormsstöðum. Farið á Seyðis-
fjörð og komið aftur samdægurs.
13. F. Suðvestan vindur, sólskin,
heitt veður. Bundin sefstör frá vatn-
inu, 14 hestar til hirðingar og 27 hestar
af Leirunni, líka 8 hestar frá Orms-
stöðum um kveldið. Komu nokkrir
túristar sem voru [við] fornmenjarann-
sóknir. Farið á Seyðisfjörð með hesta.
14. F. Alveg sama veðurblíðan og
áður. Heyjað niður á Hesteyrum.3