Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 189
MULAÞING
187
Bundnir 8 hestar af töðu á Ormsstöð-
um. Tekinn saman mór til hirðingar
og sumu hreykt. Komið aftur [af Seyð-
isfirði] um nóttina.
15. L. Suðvestan sólskinsveður,
heiðríkt og heitt. Heyjað til miðdags
á Hesteyrum, en e. m. bjuggu flestir
sig á Seyðisfjörð á Þjóðminningarhátíð
sem haldin verður næsta dag. Hirtir 3
hestar taða.
16. S. Alveg sama hitasólskinsveðr-
ið. Fámennt heima. 1 orlofsgestur
kominn (kona). Peir sem heima voru
fóru e. m. út í Eiðavatnshólma og
drukku þar kaffi.
17. M. Suðvestan vindur, hitaskin
mikið. Heyjað á Hesteyrunum og ent
við þær. Allt fólkið komið úr Seyðis-
fjarðartúrnum. Slegin [há] aftur upp á
túninu fyrir norðan bæinn. Kom nýr
smiður í Gróðrarstöðina.
18. Þ. Suðvestan hæg gola, heiðríkt
og sólskin, hiti mikill. Þurrkað og sett
upp í sæti á Hesteyrunum. Slegið í
túninu fyrir norðan bæinn. Sótt timbur
út í Dalinn. Slegið einnig austur í
blánni meðfram skurðunum.
19. M. Alveg sama veður og daginn
áður. Bundnir og hirtir heim 22 hestar
af heyi á Hesteyrunum. Slegið og
rakað austur í blánni. Fluttur sandur
neðan frá fljóti.4
20. F. Suðaustan hæg gola, nokkuð
skýjað loft f. m., norðaustan rigning
og þokuloft e. m. Slegið og rakað aust-
ur í blánni. Sótt timbur út í Dalinn.
Slátrað kálfi. Slegið á túninu um
kveldið.
21. F. Austan vindur, þokuloft, rign-
ingarsuddaveður eftir miðdag. Slegið
fyrst í túninu um morguninn. Farið á
Seyðisfjörð með nokkra hesta. Flutt
torf að húsunum5 og sandur. Slegið og
rakað í blánni.
22. L. Austan gola, þykkt loft, engin
rigning. Heyjað í blánni. Flutt torfið
og ent við það. Komið af Seyðisfirði
seint um kveldið.
23. S. Logn og sólskinsheiðríkja,
heitt veður. Messudagur, ekki messað.
Nokkuð af heimamönnum fór upp að
Lagarfljótsbrú, aðrir í hólmaför. Sum-
ir fóru í heyvinnu (tímavinnu).
24. M. Heiðríkt, sólskin, dálítil
frosthéla um morguninn. þokufylla í
lofti um kveldið. Þurrkað og sett upp
í sæti í blánni og á túninu. Sótt timbur
út í Dalinn. Plægt á Borgarhól.
25. Þ. Austan gola og þokugrátt loft
fyrir hádegi, heiðskírt og sólskins-
þurrkur til kvelds. Bundið heim úr
blánni, 45 hestar og hirtir líka 20 hestar
af smátöðu og bakkahevi (3 hestar).
Fluttur sandur frá fljótinu. Grafið fyrir
húströppum. Plægt og sáð í garðinum.
26. M. Austan hæg gola, þykkmikið
loft, eigi kalt. Nokkrir fóru til hey-
skapar í Breiðavaðsengjar6 og höfðu
vistir og tjald með sér. Hinir heyjuðu
í blánni. Sótt timbur út í Dalinn. Tek-
inn saman mór í stórhrauka.
27. F. Austan vindur nokkuð hvass,
stórskýjað loft og regnskúrir við og
við, heldur kalt veður. Farið á Seyðis-
fjörð með marga hesta. Slegið austan-
vert í blánni. Um kveldið slegið á tún-
inu.
28. F. Norðaustan stormur, heldur
kalt, rigning og krapaskúrir, snjóað í
fjallahnjúka. Slegið á túninu. Þveginn
stórþvottur o. fl. Slegið austanvert í
blánni e. m.
29. L. Höfuðdagur. Norðaustan
vindur heldur kaldur, grátt loft, þurr-
viðri að mestu leyti. Slegið og rakað í
blánni. Keyrður sandur. Komið heim
af Seyðisfirði. Hætt að slá á Breiða-
vaði.