Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 190
188
MULAÞING
30. S. Norðaustan vindur, smáregn-
skvettur við og við, þykkmikið loft,
heldur kalt veður. Flestallir heima.
Nokkrir gestir komu. Haldinn glímu-
fundur7 eftir miðdag og glímt á eftir.
31. M. Alveg sama veður og áður.
Slegið niður í sundunum hjá Uxagerð-
inu. rakað í blánni. 4 fóru til heyskapar
út í Hjaltastað. Fluttur sandur neðan
frá fljóti. 2 fyrrverandi skólapiltar
komu aftur.
Skýringar
1. Virðist nafn á smiðaskálanum
niðri á lækjarbakkanum.
2. Svokallaður Litlihagi (tangi) gekk
norður í vestari álmu Eiðavatns. Vík-
urnar sín hvorum megin tangans
nefndust vatnsfætur. Vatnsfótur =
vatnsendi.
3. Engjastykki við Hesteyrarvað á
fljótinu skammt utan við Fljótsbakka,
en í Eiðalandi.
4. I múrhúðun utanhúss.
5. Hér getur verið um torf á hey að
ræða. Annars var torf notað í einangr-
un í gólf yfir kjallara og innan á kjall-
araveggi undir múr í skólahúsinu.
6. Einsdæmi að fengnar væru láns-
engjar.
7. Líklega fundur í Umf. Þór í Eiða-
þinghá.
Septembermánuður
1. Þ. Norðaustan gola, þykkt þoku-
loft, þurrviðri. Slegið og rakað á sama
stað. Slegið í túninu um morguninn.
Keyrt að grjóti í kjallaratröppu. Sótt
timbur út í Dalinn. 3 piltar í verklegri
kennslu.
2. M. Heiðskírt veður og sólskin,
dálítið frost í morgun. Vökvað í garð-
inum. Farið á Seyðisfjörð með nokkra
hesta. Keyrt að tröppugrjót. Þurrkað
í blánni og á túninu og líka niður í
sundum.
3. F. Heiðskírt fyrri hluta dags og
sólskin, þykkt loft, þurrkdauft seinni
part dags. Þurrkað og sett upp hey á
túninu, blánni og í sundunum. Fluttur
sandur o. fl.
4. F. Heiðskírt og sólskin allan dag,
suðvestan vindur. Bundnir heim 19
hestar þurrir úr blánni, 9 úr sundunum
á Uxagerði og 11 hestar af töðu heima,
samtals 39. Komið af Seyðisfirði.
Fluttur sandur á lánshestum.
5. L. Suðaustan vindur, ský og skin,
þerriveður. Bundið í Breiðavaðsengj-
um 26 hestar og flutt heim á Uxagerði.
Slegið um kveldið í kringum Húsa-
tjörnina.1
6. S. Austan vindur, þykkt loft,
regnskúrir við og við. Messað, fáir
kirkjugestir, flestir heima. Fluttar vist-
ir til heyskaparfólksins á Hjaltastað.
Kom nýr maður í Gróðrarstöðina.
7. M. Vestan gola, þunnskýjað loft,
heldur kalt veður. Slegið og rakað yst
í Húsatjarnarsundi. Hlaðinn stíflu-
garður. Farið að hlaða austur við
Gilsá.2 Fluttur sandur. Steyptar tröpp-
urnar við austurhlið nýja hússins
(smiðirnir).
8. Þ. Vestangola, heiðskírt, frost-
héla um morguninn. Keyrt vatn til að
vökva garðinn. Slegið og rakað í Uxa-
gerðissundunum. Fluttur sandur.
Unnið við stíflugarðinn. Farið á Seyð-
isfjörð með nokkra hesta.
9. M. Alveg sama veður nema enn
meira frost. Ekkert vökvað í garðin-
um. Slegið og rakað í Hesteyrasund-
inu. Þurrkað og sett upp það hey sem
til var. Fluttur sandur. Báðir smiðirnir
úr Gróðrarstöðinni fóru. Skólapiltar
fóru út í Hjaltastað að reyna sláttuvél.3
Komið heim af Seyðisfirði.