Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 191
MULAÞING
189
10. F. Kosningadagur til Alþingis á
Eyvindará fyrir hreppinn. Norðvestan
vindur, heldur kalt veður, skýloft og
sólskin. Purrkað, slegið og rakað
niðr’í Geitagerðissundunum.4 1 smið-
urinn fór (Páll).
11. F. Suðvestan vindgola, hæg sól-
skinsheiðríkja. Sótt timbur út í
Dalinn. Fluttar vistir til heyskapar-
fólksins á Hjaltastað. Mokað upp
sandi við lækinn og keyrt heim. Slegið
og rakað út í Víðirnesi,5 fremst í því.
Rökuð gömul ljá í neðra.
12. L. Heiðskírt veður, suðvestan
vindur nokkuð hvass. Bundið heim á
Uxagerðið 20 hestar og hirtir úr Sund-
unum. Fluttur sandur. Heyjað líka út
í Víðirnesi. 1 piltur kom á skólann.
13. S. Alveg sama veður um daginn,
dálítil rigning um kveldið. Flestallir
heima. Glímufundur, nokkrir komu,
dans á eftir. Sótt heyskaparfólkið út
að Hjaltastað. Fáeinir tóku sér hólma-
för.
14. M. Norðvestan vindur, skýslæða
um loftið, eigi kalt. Tekinn saman mór
í hlaða f. m. Verið á engjum út í Víðir-
nesi. Farið út í Hjaltastað til að ganga
frá heyi. Sótt timbur út í Dalinn. Smal-
að ánum 1 sinni.6
15. Þ. Alveg sama veður, töluvert
skin um miðdaginn. Farið á Seyðis-
fjörð með nokkra hesta. Heyjað í
Víðirnesinu. Keyrt að grjót í aðaldyra-
tröppur hússins. Tekið af jarðarsvörð-
ur í flagi (skólapiltar).
26. M. Heiðskírt veður og suðvestan
vindur, heitt og sólskin. Heyjað í
Víðirnesinu. Þurrkað þar hey og sett
upp. önnur sama vinna. Þvottadagur
hjá konum. Komið af Seyðisfirði um
kvöldið.
17. F. Suðvestan vindur, þykkt loft,
rigningarúði við og við. Slegið og
rakað í Víðirnesinu. Komið úr hey-
skapartúrnum frá Hjáltastað, hirtir þar
og komið undir torf 102 hestar af heyi.
Fluttur að sandur og grjót til hússins.
18. F. Suðvestan gola hæg, þykkt
loft, skin e. m. Rakað og þurrkað í
Víðirnesinu og sett í föng. Farið á
Seyðisfjörð með nokkra hesta. Tekið
upp úr garði, kartöflur. Skólapiltar við
að rista ofan af hjá Glaumbæ og plægja
líka.
19. L. Alveg sama veður, enginn
þurrkur, heitt og blítt veður. Heyjað
í Sólheimasundinu (töluvert gras).
Tekið enn upp úr garðinum. Komið
heim af Seyðisfirði um kvöldið.
20. S. Suðvestan vindur, sólskin og
hiti. Messað yfir heimafólki, flestir
heima. 2 gestir fóru á burt, 1 kaupa-
maður af skólanum og sömuleiðis vika-
drengurinn. Dans var um kvöldið hjá
skólasveinum.
21. M. Gangnadagurinn, heiðskírt
alveg og sólskinsþurrkur. Farið í
smalamennsku inn í Dali7 (2 menn).
Þurrkað hey útí Víðirnesinu. Smalað
heimaland og réttað. Farið á Seyðis-
fjörð o. fl. 1 kaupamaður af skólanum
fór.
22. Þ. Suðvestan vindur, heiðskírt
loft og sólskin. Flutt og bundið að Sól-
heimum6 57 hestar af heyi úr Víðirnes-
inu og þar nálægt komið með Dalsféð,
reknir rekstrar. Keyrt grjót í tröppurn-
ar. Slátrað 3 kindum. Komið af Seyð-
isfirði.
23. M. Heiðskírt veður og sólskin,
heitt og gott. Slegið bygggras í Borgar-
hólnum. Keyrður heim sandur. Skóla-
piltar ristu ofan af á Hesthúshólnum.
Keyrður áburður á túnið.
24. F. Suðvestan vindur, sólskin og
hitaveður. Tekið upp úr garðinum,
rófur. Fluttur sandur. Prófasturinn9