Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 194
192
MÚLAÞING
20. Þ. Vestan vindur, sólskin og
heiðríkt. Hreinsað og verkað í kring-
um nýja húsið í tilefni vegna samkomu
og annar mikill undirbúningur til
hennar. Eigi annað unnið.
21. M. Suðvestan vindur hvass,
þunnskýjað loft. Vígsluveisla nýja
hússins, margir gestir, miklar ræður,
mikið sungið, mjög drukkið og etið,
dans um nóttina o. s. frv. Komið úr
kaupstaðnum.
22. F. Alveg sama veður. Allir
veislugestirnir fóru. Engin vinna þenn-
an dag, en mikill svefn. Eldað ogborð-
að - allt í nýja húsinu.
23. F. Suðvestan lognblíða, þykkt
slímað loft. Farið á Seyðisfjörð með
flutning og alla hússmiðina, sem fóru
heim til sín. Skólastjórahjónin fluttu
út í nýja húsið.
24. L. Sama veður, meira sólskin.
Vetrardagur fyrsti. 3 piltar fóru á Seyð-
isfjörð. aðrir heima. Sótt yfirsetukona
og læknir til frúarinnar (á Seyðisfjörð).
25. S. Vestan hæg gola, heiðskírt og
sólskin, heitt veður. Frúnni fæddist
drengur um morguninn4 og læknirinn
fór e. m. 1 vetrarvistarmaður kom á
skólann (Kristján).
26. M. Alveg sama veður, mikil hita-
blíða, 10 stig. Smalað fé og farið í
göngur í Dalina. Farið á Seyðisfjörð
með nokkra hesta. Starfað í kjallaran-
um og við neðanjarðar sorpræsi.
27. Þ. Alveg sama veður. Starfað
við nýjan brunngröft. Lagðar pípur í
skurðræsið. Keyrt áburði á hóla og
breitt. Slátrað 12 kindum.
28. M. Suðvestan gola, skýloft, stillt
og blítt veður. Unnið við brunninn.
Tekinn upp sandur og keyrður heim.
Komið af Seyðisfirði um kvöldið. 1
skólasveinn kom.
29. F. Alveg sama veður. Unnið að
gæruklippingu, kjötbrytslu, eldagerð.
Farið út í Ketilsstaðadal með nokkra
hesta eftir timbri.
30. F. Sunnan hitablíða, þykkt loft,
rigning. Eftir miðdag safnað saman
trévið og ýmsu hrasli sem á að seljast
næsta dag, t. d. hestum o. fl. Starfað
í hesthúsflaginu og við sorprennuna.
31. L. Sunnan vindur, þykkt loft,
rigning talsverð við og við, hvasst um
kveldið. Samankomið margt manna.
Haldið uppboð á efnisleifum til bygg-
ingu skólans, t. d. timbur, tunnur,
járnarusl o. flú Seldir 7 hestar og um
201ömbo. fl. 4skólapiltar nýir komu.6
Sunnudagurinn: Vestan gola heið-
skírt, dálítið frost. Messað yfir heima-
fólki. Síðustu uppboðsgestir fóru. 4
skólapiltar nýir komu.
Mánudagur: Alveg sama veður.
Pældur niður Hesthúshóllinn. Slátrað
13 kindum. Smíðaður sorprennu-
stokkur.
Skýringar
1. Sunnan við kirkjuna. Elsta skóla-
húsið stóð örskammt vestan við kirkj-
una og garðinn. Timburhús rifið 1966
(skammarstrik). Fólgnir eru ýmsir
munir í grunni þess, miðstöðvarketill,
innmúraður þvottapottur o. m. fl. -
Frá húsinu og búnaðarskólanum segir
í grein í Múlaþingi 4 (1969) bls. 4.
2. „Ráðunautið" eins og Þorsteinn
skrifar, er að koma úr ferðalaginu sem
hófst 23. maí og áður var getið.
3. Methúsalem Stefánsson.
4. Anders Helgi Bergsson, síðar
„flugeftirlitsmaður í Alaska.“
(Kennaratal 1958).
5. Svo virðist sem ríflega hafi verið
áætlað og keypt byggingarefni í nýja
skólahúsið og er uppboðsbók úr Eiða-