Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 195
MÚLAÞING
193
hreppi til vitnis um það. Á uppboðinu
keyptu 55 uppboðsgestir 256 númer
fyrir 1644 krónur og 80 aura, og í núm-
eri voru t. d. 5 sementskútar (tunnur
hjá Þorsteini), 4 járnplötur, 2 járnbit-
ar, 4 júffertur. Auk byggingarefnis
voru boðnir upp 8 hestar og 20 kindur.
Mest keyptu þeir Bergur skólastjóri og
séra Magnús í Vallanesi, hinn síðar-
nefndi fyrir kr. 653,40, en Bergur mun
minna. Séra Magnús keypti m. a. 3
hesta, timbur og 20 járnbita. Hann var
um þetta leyti að undirbúa miklar
byggingar í Vallanesi. Tæplega hafa
sýslurnar grætt mikið á uppboðinu,
enda mjög á orði haft að þarna hefðu
menn gert kostakaup.
6. Formlegum dagbókarfærslum
lýkur 31. október, en tveimur dögum
bætt við sem endahnút. Það hefur
veirð mikill framkvæmdatími þetta
sumar á Eiðum, byggt nýtt og vandað
skólahús og annað, járnvarið timbur-
hús, í Gróðrarstöðinni, einnig stækk-
aður kirkjugarðurinn og girtur. Þetta
ber upp á 25 ára afmæli skólans, sem
stofnaður var 1883. Húsið því eins
konar afmælisminning.
Aftur byrjaði Þorsteinn næsta vor
að skrifa dagbók. Hún hefst með yfir-
liti um maímánuð, en síðan daglegar
færslur til októberloka. Ár 1910 nær
bókin til 5. október, 1911 til 30. sept-
ember, og síðasta dagbókarárið hætti
hann skriftum 29. október - þá er hvít
jörð og gifting á Miðhúsum.
SKÓLAHÚSIÐ
Að endingu birtist hér lýsing á skólahúsinu, áður prentuð í skóla-
skýrslu um árin 1907 - 1909. Skýrsluna skrifaði Benedikt Kristjánsson
er hann gegndi skólastjórastörfum um stundarsakir eftir andlát Bergs
Helgasonar síðari hluta vetrar og fram á vorið 1910, þangað til
Methúsalem Stefánsson tók við forstöðu skólans. Það kemur ekki fram
í þessari lýsingu að það var Rögnvaldur Ólafsson byggingameistari sem
teiknaði húsið. í skólastjórn (skólanefnd) voru séra Magnús Bl. Jónsson
í Vallanesi, Jónas Eiríksson bóndi á Breiðavaði, en fyrr skólastjóri á
Eiðum, og Sigfús Halldórsson bóndi á Sandbrekku, og sá hann um
efnisflutningana utan af Héraðssöndum og inn að Ketilsstöðum á önd-
verðu ári 1908.
Lýsingin er óbreytt að öðru leyti en því, að álnum og þumlungum
er breytt í metra.
Það þykir tilhlýöilegt að minnast hjer á hið nýja skólahús, er byggt hefir
verið á skólaárinu. Eigi af því, að það verði talið til þeirra fyrirtækja, er skólinn
hefir látið framkvæma,heldur vegna þeirrar þýðingar, sem það vonandi hefir
fyrir framtíð skólans.
Veturinn 1907 - 1908 var fluttur frá Unaósi meiri hluti þess efnis, sem þurfti
til húsabyggingarinnar. Einnig var þá ekið, eftir því sem föng voru á, sandi og
möl. Sumarið 1908 var húsið byggt.
13