Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 24

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 24
Múlaþing Sigurður Helgason rithöfundur frá Grund, Mjóafirði. Ljósm.: Minjasafn Austurlands. 1928. Hann var skólastjóri á Klébergi á Kjalarnesi og kennari við Austurbæjar- skólann í Reykjavík. Kona Sigurðar var Lára Guðmundsdóttir kennari og áttu þau eina dóttur, Guðnýju Ellu kennara. Sigurður Helgason byrjaði að fást við ritstörf á unglingsaldri. Frá þeim árum er dálítið handrit með 50 stuttum frásögnum af dulrænum atburðum, einkum í Mjóafirði og á Eiðum. Hann var seinna um skeið ritstjóri Unga Islands og Dýraverndarans og bjó til prentunar safnritið Brim og boða í tveimur bindum. Hann samdi málfræði fyrir barnaskóla og þýddi og endursagði nokkrar barnabækur. Umfangsmest eru þó skáld- verk hans, fimm skáldsögur og tvö smá- sagnasöfn. Skáldsögurnar eru: Ber er hver að baki, 1936, Við hin gullnu þil, 1941, Hafið bláa (unglingasaga), 1944, Gestur á Hamri (bamasaga), 1945 og Eyrarvatns- Anna /-//, 1949 og 1957. - Smásagnasöfnin: Svipir, 1932, Og árin líða, 1938. Þegar tími vannst til tók Sigurður Helgason að heyja sér fróðleik á söfnum, einkum austfirskum. Sér á parti safnaði hann efni í „Bændatal norðurfjarða“ sem skyldi ná frá Borgarfirði til Norðfjarðar. Ekki entist honum aldur til að ljúka því verki, en formað hafði hann gerð þess. Sigurður hafði er hann lést gert skrár um bændur í Mjóafirði 1703-1900. Hann hafði og leitað uppi og afritað margvíslegan fróðleik um sögu þess byggðarlags. Má þar til nefna upplýsingar um kirkju og klerka í Firði, afritanir torlesinna kafla í kirkjustóli, dómabókum og fleiri heimildum auk fjöl- margra samantekta um ættir og einstakar persónur og er þá fátt talið. Sigurður Helgason var fús að miðla gömlu sveitungunum af grúski sínu í spjalli og með afritum og glæddi þann veg áhuga okkar hinna. Mér sendi hann til dæmis fullbúið Bændatal Brekku, dávænt hefti. En fyrst og fremst hafði ég greiðan aðgang að eftirlátnum plöggum hans í „Handrita- deild“. Varð það mér ómetanleg viðspyma meðan ég vann að byggðarsögu sveitar okkar. Sigurður Helgason andaðist í Reykjavík 23. september 1973. Næst er kvaddur til sögunnar Benedikt Sveinsson, vinnumaður og dagbókarritari. Benedikt var fæddur á Kirkjubóli í Norðfirði 20. júlí 1849. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson bóndi þar og áður í Firði í Seyðisfirði, lengi hreppstjóri, og seinni kona hans Guðný Benediktsdóttir prests á Skorrastað. Var Benedikt hálfbróðir Katr- 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.