Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 132

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 132
Múlaþing aftöku Valtýs þess sem þjóðsagan fjallar um, þá er fyllilega hægt að taka undir með séra Bjarna í Þingmúla: Valtýs grimmi veturinn forðum var í minnum lengi hér. og skyldi af höndin“ Eitt af megin sérkennum Valtýssög- unnar er það atriði að hönd (eða höfuðskel) hins saklausa er notuð til að finna hinn seka. Þetta nefnist líkraun og hefur María Anna Þorsteindóttir fjallað nokkuð ítarlega um hana í ritgerð sinni (1980:61-64) og fer þar einkum eftir riti Páls Sigurðssonar um réttarsögu (1971). Fram kemur að þessi siðvenja á sér gamlar rætur meðal ger- manskra þjóða og telur Páll „ að á síðari hluta miðalda hafi þessi trú á sönnunarmátt líkraunarinnar verið búin að ná nokkurri fótfestu í Þýskalandi, Niðurlöndum, Eng- landi og jafnvel að einhverju leyti á Italíu. Einkurn voru líkraunir notaðar í Þýska- landi“ (tekið eftir Maríu Önnu 1980:61-62). Eftir lok miðalda ryður líkraun sér til rúms á Norðurlöndum, einkum í Danmörku. Hennar verður reyndar vart þegar um 1340 í lögum sænsku borgarinnar Visby en þar mun vera um þýsk áhrif að ræða því Visby var aðsetur Hansakaupmanna (sama rit:62). Páll Sigurðsson telur að hvergi verði af heimildum ráðið að líkraunir hafi tíðkast á Islandi nema það sem fram kemur í þjóðtrúnni og þar er helsta dæmið sagan af Valtý (sbr. sama rit:62). Þá telur Páll að þessi trú á mátt líkraunar hafi borist hingað frá Danmörku á seinni öldum, þ.e. eftir siðaskipti. María Anna er hinsvegar á nokkuð annarri skoðun. Hún segir: „Mér finnst þó að ekki megi útiloka þann möguleika að íslendingar hafi kynnst þessum guðsdóm í Evrópu fyrir 1500. Eins og kunnugt er þá höfðu íslendingar all mikil samskipti við Evrópuþjóðir, bæði Þjóð- verja, Englendinga og Frakka á miðöldum. íslendingar hafa e.t.v. verið of raunsæir til þess að líkraunir hefðu sönnunargildi í dómsmálum hérlendis“ (sama rit:64). Þau Páll og María Anna nefna ekki dæmi sem sver sig í líkraunarættina og finnst í áðurnefndum Islenzkum annáls- brotum Gísla biskupa Oddssonar og er þar sett við árið 1598 svohljóðandi: Fátækur bóndi á Fellsströnd fannst dauður í heygarði sínum. Heimamenn tóku líkið, báru það til stofu og sveipuðu það lökum. Um annað voru menn allt of tómlátir, þar eð þá grunaði ekkert illt, og voru svo til kvaddir þeir, er áttu að hefja lfkið út og búa það til greftrunar, þar á meðal feðgar tveir, og er þeir gengu nær líkinu, spratt blóð úr höfði hins dauða. En er þeir viku frá aftur, stilltist það. Þegar blóðið hafði nokkrum sinnum bæði sprottið og stillst, spretti Sigurður nokkur Arnfinnsson upp líkblæjunni, þar sem hún huldi höfuðið, og fann á hnakkanum þriggja þumlunga breitt sár. Síðar, þegar málið hafði verið tekið til rannsóknar. hreinsaði sig með eiði maður nokkur, sem grunaður var um að hafa valdið áverkanum. A meðan féll blóð í heiðskíru veðri og datt niður á bók dómsforsetans. Gísli biskup var fæddur 1593 og mátti því hafa nokkuð trausta vitneskju um þennan atburð. Sigurður Arnfinnsson sem nefndur er til sögunnar var bóndi á Staðarfelli á Fellsströnd (d. 1598). Hér verður tekið undir þá skoðun Maríu Önnu að trú á líkraun kunni að hafa borist til Islands án viðkomu í Danmörku og þá e.t.v. frá Þýskalandi. Svo vill til að tengja má Valtýssöguna þýskum manni. Sam- kvæmt Sýslumannaœfum er líklegt að um 1601 hafi með sýsluvöld farið hér í Múla- 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.