Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Qupperneq 112

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Qupperneq 112
Múlaþing munnlega sagt af morðingjanum Valtý2. Magnús segir að sú frásögn sé skráð árið 1868. Halldór var fæddur á Hafursá í Skóg- um en ólst upp á Gíslastöðum á Völlum til 16 ára aldurs. Hann var því gagnkunnugur á slóðum sögunnar. Sagan greinir frá ránmorði sem á að hafa verið framið á Völlum í Suður-Múlasýslu, nánar tiltekið á milli bæjanna Eyjólfsstaða og Ketilsstaða. Atburður þessi er nokkuð nákvæmlega tímasettur. Hann á að hafa gerst á árunum 1769-78 en þessi ár var Jón Arnórsson (1734-92) aðstoðarmaður Hans Wiums (um 1715-88) sýslumanns í mið- og suðurhluta Múlaþings. Segir sagan að Jón sýslumaður, sem bjó á Egilsstöðum, hafi kveðið upp dóm í morðmálinu og meira að segja birtir sagan dómsorðið, að því er virðist orðrétt, og nafn sýslumanns undir. I dómabókum finnst hinsvegar ekkert um þessa atburði, hvorki í héraði né á alþingi. Auk Jóns sýslumanns er nefndur til sögu Pétur Þorsteinsson (1720-95) sýslumaður í nyrsta hluta Múlaþings, síðar Norður- Múlasýslu. Hann bjó á Ketilsstöðum og það var vinnumaður hans, Símon að nafni, sem rnyrtur var. Hafði hann verið sendur með brotasilfur og annað fé til Reykjavíkur og átti að smíða úr silfrinu. Var Símon nær því kominn heim úr þessari ferð er hann var drepinn. Fundu hann tveir smalar helsærð- an, stunginn 18 stungum, og er þeir spurðu hver hefði veitt honum áverka sagði hann: „Valtýr á grænni treyju.“ Valtýr bóndi á Eyjólfsstöðum, góður bóndi og gekk jafnan á grænni treyju, var ranglega hafður fyrir sök og dæmdi Jón sýslumaður hann til dauða fyrir morðið. Var hann síðan hengdur á Gálgaás og urðaður þar. Hafði hann aldrei meðkennt sekt sína og á aftökustað kallaði hann hefnd yfir dómara sína. Fylgdi þar á eftir hinn nafntogaði fellivetur sem eins- konar tákn um sakleysi Valtýs eða grimmi- legur refsidómur fyrir framið réttarmorð. Var þetta nefndur Valtýsvetur. Um vorið lifðu aðeins 8 ær á Héraði og snjódýpt var óhemjuleg á Vallanesinu. Er það haft eftir Guttormi Pálssyni (1775-1860) prófasti í Vallanesi „að menn hefðu aldrei vitað jafnmikinn snjó í Múlasýslum allt frá landnámstíð“. Þótti nú öllum sem sakleysi Valtýs væri sannað. Lét sýslumaður flytja líkamsleifar hans í vígðan reit nema hönd hans var hengd upp í bæjardyrum á Egilsstöðum „til áminningar mönnum“. A 14. ári eftir þennan atburð kom hinn rétti morðingi Valtýs og nafni hans að Egilsstöðum og felldi yfir sig dauðadóm er blóð draup úr þurrkaðri hendi Valtýs á Eyjólfsstöðum í höfuð honum. Sá rétti Valtýr var hengdur á Gálgaás og bein hans urðuð þar. Þau tolldu þó aldrei í jörðu og Valtýr gekk aftur er átti að brenna gálgatré hans. Hér að framan var vitnað til þriggja skrásetjara (Sigfúsar, Magnúsar og Halldórs) en svo verður litið á að um sé að ræða sömu útgáfu sögunnar í öllum aðalatriðum. Frásögn Halldórs er elst (frá 1868) og má með réttu kallast frumgerð þessarar útgáfu. Magnús á Hnappavöllum hefur í engu hvikað frá frumgerðinni hvað efni varðar en stílsmunur er talsverður. Sigfús hefur svo fylgt sögn Magnúsar á Hnappavöllum nokkkuð nákvæmlega (uppskrift Halldórs hafði hann ekki með höndum) en bætir þó ýmsu við eftir sögn kunnugra eystra og breytir sumu, færir m.a. morðstaðinn en skv. frásögn Halldórs og Magnúsar er hann að finna á milli Sauðhaga og Vallaness. Sigfús nafngreinir líka þann sem myrtur var (Símon) en hinir nefna hann aðeins vinnumann Péturs Þorsteinssonar. Sigfús tilgreinir einnig ömefni tengd sögunni og telur að morðinginn Valtýr hafi verið „biskupsþénari“ (1982:103) og að því er 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.