Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 112
Múlaþing
munnlega sagt af morðingjanum Valtý2.
Magnús segir að sú frásögn sé skráð árið
1868. Halldór var fæddur á Hafursá í Skóg-
um en ólst upp á Gíslastöðum á Völlum til
16 ára aldurs. Hann var því gagnkunnugur á
slóðum sögunnar.
Sagan greinir frá ránmorði sem á að hafa
verið framið á Völlum í Suður-Múlasýslu,
nánar tiltekið á milli bæjanna Eyjólfsstaða
og Ketilsstaða. Atburður þessi er nokkuð
nákvæmlega tímasettur. Hann á að hafa
gerst á árunum 1769-78 en þessi ár var Jón
Arnórsson (1734-92) aðstoðarmaður Hans
Wiums (um 1715-88) sýslumanns í mið- og
suðurhluta Múlaþings. Segir sagan að Jón
sýslumaður, sem bjó á Egilsstöðum, hafi
kveðið upp dóm í morðmálinu og meira að
segja birtir sagan dómsorðið, að því er
virðist orðrétt, og nafn sýslumanns undir. I
dómabókum finnst hinsvegar ekkert um
þessa atburði, hvorki í héraði né á alþingi.
Auk Jóns sýslumanns er nefndur til sögu
Pétur Þorsteinsson (1720-95) sýslumaður í
nyrsta hluta Múlaþings, síðar Norður-
Múlasýslu. Hann bjó á Ketilsstöðum og það
var vinnumaður hans, Símon að nafni, sem
rnyrtur var. Hafði hann verið sendur með
brotasilfur og annað fé til Reykjavíkur og
átti að smíða úr silfrinu. Var Símon nær því
kominn heim úr þessari ferð er hann var
drepinn. Fundu hann tveir smalar helsærð-
an, stunginn 18 stungum, og er þeir spurðu
hver hefði veitt honum áverka sagði hann:
„Valtýr á grænni treyju.“ Valtýr bóndi á
Eyjólfsstöðum, góður bóndi og gekk jafnan
á grænni treyju, var ranglega hafður fyrir
sök og dæmdi Jón sýslumaður hann til
dauða fyrir morðið. Var hann síðan hengdur
á Gálgaás og urðaður þar. Hafði hann aldrei
meðkennt sekt sína og á aftökustað kallaði
hann hefnd yfir dómara sína. Fylgdi þar á
eftir hinn nafntogaði fellivetur sem eins-
konar tákn um sakleysi Valtýs eða grimmi-
legur refsidómur fyrir framið réttarmorð.
Var þetta nefndur Valtýsvetur. Um vorið
lifðu aðeins 8 ær á Héraði og snjódýpt var
óhemjuleg á Vallanesinu. Er það haft eftir
Guttormi Pálssyni (1775-1860) prófasti í
Vallanesi „að menn hefðu aldrei vitað
jafnmikinn snjó í Múlasýslum allt frá
landnámstíð“. Þótti nú öllum sem sakleysi
Valtýs væri sannað. Lét sýslumaður flytja
líkamsleifar hans í vígðan reit nema hönd
hans var hengd upp í bæjardyrum á
Egilsstöðum „til áminningar mönnum“. A
14. ári eftir þennan atburð kom hinn rétti
morðingi Valtýs og nafni hans að
Egilsstöðum og felldi yfir sig dauðadóm er
blóð draup úr þurrkaðri hendi Valtýs á
Eyjólfsstöðum í höfuð honum. Sá rétti
Valtýr var hengdur á Gálgaás og bein hans
urðuð þar. Þau tolldu þó aldrei í jörðu og
Valtýr gekk aftur er átti að brenna gálgatré
hans.
Hér að framan var vitnað til þriggja
skrásetjara (Sigfúsar, Magnúsar og Halldórs)
en svo verður litið á að um sé að ræða sömu
útgáfu sögunnar í öllum aðalatriðum.
Frásögn Halldórs er elst (frá 1868) og má
með réttu kallast frumgerð þessarar útgáfu.
Magnús á Hnappavöllum hefur í engu
hvikað frá frumgerðinni hvað efni varðar en
stílsmunur er talsverður. Sigfús hefur svo
fylgt sögn Magnúsar á Hnappavöllum
nokkkuð nákvæmlega (uppskrift Halldórs
hafði hann ekki með höndum) en bætir þó
ýmsu við eftir sögn kunnugra eystra og
breytir sumu, færir m.a. morðstaðinn en skv.
frásögn Halldórs og Magnúsar er hann að
finna á milli Sauðhaga og Vallaness. Sigfús
nafngreinir líka þann sem myrtur var
(Símon) en hinir nefna hann aðeins
vinnumann Péturs Þorsteinssonar. Sigfús
tilgreinir einnig ömefni tengd sögunni og
telur að morðinginn Valtýr hafi verið
„biskupsþénari“ (1982:103) og að því er
110