Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 141
Vilhjálmur Hjálmarsson
Það segir fátt af einum
Laust fyrir 1940 fundust mannabein
inni á Gagnheiði, Mjóafjarðarmegin.
Þetta var um haust í göngum og hét
sá Axel Oskarsson sem beinin fann. Axel
átti heima á Leiti, einu af Fjarðarbýlunum í
Mjóafirði, fæddur 3. júlí 1913, dáinn 6.
nóvember 1960.
Ekki er unnt að ársetja þennan atburð
með vissu, en sterkar líkur má leiða að því
að beinin hafi fundist 1936. Þá var mjög
hlýtt sumar, sjá meðal annars bók Trausta
Jónssonar, Veður á Islandi í 100 ár, Reykja-
vík 1993. En beinin virtust nýkomin undan
snjó. Þá hef ég haft spurnir af atviki sem
bendir ákveðið til þess að beinin hafi
fundist fyrir 1937 sem brátt mun sagt verða.
Axel hlóð saman nokkrum steinum hjá
beinunum svo auðveldara yrði að finna þau
aftur. Var síðan gerð gangskör að því við
fyrsta tækifæri. Gekk illa að finna staðinn
og tókst þó að lokum. Var beinunum safnað
saman í poka og þau borin heim að Firði.
Þar var kirkjustaður fyrrum og grafreitur
sem þá var enn í notkun.
Sveinn Ólafsson í Firði, fyrrum al-
þingismaður, tók beinin til vörslu. Flugðist
hann fá þau jarðsett með yfirsöng við næstu
jarðarför á staðnum sem fram fór 1937.
Mælt er að það hafi ekki gengið eftir vegna
mótmæla frá aðstandendum. Tel ég mig
raunar hafa fyrir því örugga heimild. En
þegar jarðsett var í Firði öðru sinni eftir
fund beinanna, árið 1941, voru þau sett
niður með kistunni og jarðsungin ásamt
þeim sem í henni hvíldi.
A þessari stundu er mér ekki kunnugt
um nafn þeirrar persónu sem bar beinin inni
í Gagnheiði endur fyrir löngu. En heyrt hef
ég að stúlka hafi orðið þarna úti á leið sinni
frá Eskifirði yfir Jökul (Fönn), vörp Mjóa-
fjarðarheiðar og Gagnheiði til Seyðis-
fjarðar. Svo óárennilegar sem þær slóðir
verða að teljast fyrir eina saman konu, jafn-
vel unglingsstúlku.
Enn er þess að geta að eftir fund
beinanna birtist ókennd stúlka ýmsu fólki í
Fjarðarbýlunum og skulu nefnd dæmi.
Benedikt Sveinsson bóndi í Firði var
einn þeirra sem sá svip stúlkunnar greinlega
og oftar en einu sinni. Eitt sinn sá hann hana
koma gangandi út yfir Háleitið, gróna
skriðubungu innan við Fjörð þar sem stóð
býlið Leiti. Öðru sinni átti Benedikt leið inn
á Fjarðardal þar sem piltar á Leiti voru við
heyskap. Sér hann þá kvenmann í flekknum
með þeim sem ekki var neitt ólíklegt. Þegar
hann svo kemur nær er stúlkan horfin og
sögðu Leitismenn sem var að engin kven-
persóna hafi verið með þeim að verki þann
daginn.
Anna Ólafsdóttir í Firði, þá roskin, var
ekki trúuð á að svipir framliðinna væru á
139