Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 141

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 141
Vilhjálmur Hjálmarsson Það segir fátt af einum Laust fyrir 1940 fundust mannabein inni á Gagnheiði, Mjóafjarðarmegin. Þetta var um haust í göngum og hét sá Axel Oskarsson sem beinin fann. Axel átti heima á Leiti, einu af Fjarðarbýlunum í Mjóafirði, fæddur 3. júlí 1913, dáinn 6. nóvember 1960. Ekki er unnt að ársetja þennan atburð með vissu, en sterkar líkur má leiða að því að beinin hafi fundist 1936. Þá var mjög hlýtt sumar, sjá meðal annars bók Trausta Jónssonar, Veður á Islandi í 100 ár, Reykja- vík 1993. En beinin virtust nýkomin undan snjó. Þá hef ég haft spurnir af atviki sem bendir ákveðið til þess að beinin hafi fundist fyrir 1937 sem brátt mun sagt verða. Axel hlóð saman nokkrum steinum hjá beinunum svo auðveldara yrði að finna þau aftur. Var síðan gerð gangskör að því við fyrsta tækifæri. Gekk illa að finna staðinn og tókst þó að lokum. Var beinunum safnað saman í poka og þau borin heim að Firði. Þar var kirkjustaður fyrrum og grafreitur sem þá var enn í notkun. Sveinn Ólafsson í Firði, fyrrum al- þingismaður, tók beinin til vörslu. Flugðist hann fá þau jarðsett með yfirsöng við næstu jarðarför á staðnum sem fram fór 1937. Mælt er að það hafi ekki gengið eftir vegna mótmæla frá aðstandendum. Tel ég mig raunar hafa fyrir því örugga heimild. En þegar jarðsett var í Firði öðru sinni eftir fund beinanna, árið 1941, voru þau sett niður með kistunni og jarðsungin ásamt þeim sem í henni hvíldi. A þessari stundu er mér ekki kunnugt um nafn þeirrar persónu sem bar beinin inni í Gagnheiði endur fyrir löngu. En heyrt hef ég að stúlka hafi orðið þarna úti á leið sinni frá Eskifirði yfir Jökul (Fönn), vörp Mjóa- fjarðarheiðar og Gagnheiði til Seyðis- fjarðar. Svo óárennilegar sem þær slóðir verða að teljast fyrir eina saman konu, jafn- vel unglingsstúlku. Enn er þess að geta að eftir fund beinanna birtist ókennd stúlka ýmsu fólki í Fjarðarbýlunum og skulu nefnd dæmi. Benedikt Sveinsson bóndi í Firði var einn þeirra sem sá svip stúlkunnar greinlega og oftar en einu sinni. Eitt sinn sá hann hana koma gangandi út yfir Háleitið, gróna skriðubungu innan við Fjörð þar sem stóð býlið Leiti. Öðru sinni átti Benedikt leið inn á Fjarðardal þar sem piltar á Leiti voru við heyskap. Sér hann þá kvenmann í flekknum með þeim sem ekki var neitt ólíklegt. Þegar hann svo kemur nær er stúlkan horfin og sögðu Leitismenn sem var að engin kven- persóna hafi verið með þeim að verki þann daginn. Anna Ólafsdóttir í Firði, þá roskin, var ekki trúuð á að svipir framliðinna væru á 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.