Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 73

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 73
Timburskipið á Húseyjarsandi Hjálmar Níelsson Mig langar til að biðja ykkur að fylgja mér aftur til stríðsáranna, en þau eru mér mjög hugstæð og efalaust mörgum öðrum sem eru á svipuð- um aldri og ég. Kafbátahernaður hófst fyrst í fyrri heimsstyrjöldinni og til að mæta þeirri ógn sem honum fylgdi fundu Bretar upp á því að fylkja skipum í skipalestir (convoy) og þótti það gefast vel til varnar kafbátum. Þessi aðferð var aftur tekin upp í seinni heimsstyrjöldinni af bandamönnum, svo- kölluðum. Reyndar var þessi aðferð einnig notuð af Bretum í Falklandseyjastríðinu en er nú ekki talin henta lengur eftir tilkomu kj amorkukafbáta. Þegar skipum var fylkt í skipalestir var algengasta stærð skipalestar 45 farmskip, það er að segja níu raðir með fimm skipum í hverri röð. Þótt þessi aðferð væri notuð til að koma vistum og vopnum milli landa, fylgdi þessu ýmislegt óhagræði, svo sem það að velja þurfti saman skip í lestimar vegna þess að hæggengasta skipið réð hraða lestarinnar. Svo var árekstrarhætta nokkur sem gat stafað af slæmu skyggni og sjógangi. Libertyskipið John Brown í skipalest út af austurströnd Bandaríkjanna í apríl 1944. Málverk eftir John Stobart. Þótt ég nefndi 45 skipa lestir sem al- gengasta formið af skipalestum var það síður en svo alhlítt, stundum voru fleiri og stundum færri, einkum þegar hluti lestar fór, til dæmis til íslenskrar hafnar, þótt aðal- lestin færi áfram til Rússlands. Þarna gef ég mér að lestin sé á leið frá Bandarrkjunum til Rússlands. Stjórnandi skipalestar var staðsettur á skipi í miðju fyrstu raðar. Merki gaf hann frá skipi sínu ýmist með merkjaflöggum eða ljósum. Hann skipaði þannig fyrir um að lestin beygði, færi í krákustiga, hægði á sér eða sigldi fulla ferð. Skip sem reyndust of hæggeng þegar til kastanna kom voru skilin eftir í nálægri höfn. Sem dæmi þar um má nefna olíuskipið E1 Grillo sem lagt var í Seyðisfjarðarhöfn á stríðsárunum þar til því var sökkt af þýskum flugvélum 10. febrúar 1944. En það er önnur saga. Nú er komið að því að segja frá Timbur- skipinu á Húseyjarsandi. Það skip var eitt af svokölluðum Libertyskipum. Það er fyrst af því að segja hér austan- lands að þegar þeir Húseyjarmenn fóru á stjá miðvikudagsmorguninn 17. mars 1944, eftir að hafa innbyrt hinn daglega árbít, varð þeim gengið út að gá til veðurs. Þegar þeir litu út á Héraðsflóann blasti við þeim eitthvert ferlíki, sem þeir urðu að glöggva 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.