Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 60
Múlaþing
Flugmynd af Vesturörœfum 5. júlí 1991. Sauðárkofi sést á hœgri bakka Sauðár, neðst til hœgri.
Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
og breitt kápu sína ofan á sig, Elías vafið
stórum prjónaklút um höfuðið, farið úr
treyjunni og breitt hana yfir sig. Eg heyri þá
anda djúpt. Úti hvín stormurinn og rífur í
torfþak kofans, sem hvílir á stórum hellum
lögðum á sperrur. A stöku stað koma
hreindýrshorn í stað rafta, og minna á að
við erum staddir á svæði, þar sem síðustu
hjarðir þessara fallegu dýra ganga. “ll
Þarna kemur fram, að Sauðárkofi hefur
verið endurbyggður árið 1901, og eftir það
hefur hann líklega verið með stærstu og
bestu kofum á afréttunum, því hann þurfti
að rúma 10-12 gangnamenn, sem þar gistu
2 nætur og gengu innra stykkið daginn á
milli. I reikningum Fljótsdalshrepps
fjárhagsárið 1901-1902 sést að 103 kr. og
70 aurar hafa farið til byggingar
„Vesturöræfakofa“. Er stærsti reikningurinn
frá Jóni A. Kjerúlf bónda á Melum, 68,70
kr. Frá Runólfi Péturssyni á Egilsstöðum er
vinnureikningur upp á 21 kr., og 14 kr. frá
Hallgrími Friðrikssyni í Hóli, fyrir hestlán í
viku og 8 álna júffertu, sem hefur farið í
mæniásinn. Methúsalem sonur Jóns á
Melum, síðar bóndi á Hrafnkelsstöðum,
vann við þessa kofabyggingu, segir Gunn-
laugur sonur hans, enda var Jón þá gamall
orðinn.
Helgi Valtýsson gisti í Sauðárkofa með
félögum sínum í hreindýraleiðangri vorið
1943. Hann lýsir aðkomunni að kofanum
þannig:
„Um hádegi búum við okkur í leit frá
tjöldum inn Háls, og œtlum alla leið inn að
Sauðárkofa undir Snæfelli. En þar er
gangnamannakofi Fljótsdælinga, og
stendur á Sauðárbökkum eystri, vestur af
Snæfelli. Urðum við ekki dýra varir á þeirri
leið, og komum að kofanum að afliðnu nóni.
Var þar ill aðkoma og erfið. Var óvandlega
búið um útidyr, svo að fennt hafði inn og
rignt á víxl, og síðan frosið. Hafði allt
58