Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 90
Múlaþing Maríualtarið og líkneskin voru að sjálf- sögðu gripir frá kaþólskri tíð og raunar merkilegt hvað lútherstrúarmenn hafa verið seinir að fyrirfara þeim. í núverandi altari kirkjunnar er líkneski af konu. Það er úr gifsi en ekki ólíkt því að það hafi verið húðað með málmi einhvers konar. Mig grunar að þessi stytta sé úr ljósakrónu sem hékk uppi í kirkjunni á síðari hluta 19. aldar án þess að fullyrða nokkuð um það. Lektari Lektari var standur úr timbri til að leggja á bók, oft á háum fæti, og kom stundum í stað predikunarstóls. Áskirkja átti tvo lektara árið 1576, annan stóran en hinn lítinn. Lektarinn frá 1668 virðist hafa horfið snemma úr kirkjunni; síðast er nefndur lektari árið 1730, sagður gamall. Að vísu kemur fram 1777 að meðal aflagðra muna úr kirkjunni sé skápur, kallaður lektari. Ekki er með öllu útilokað að um sarna grip sé að ræða, samt ósennilegt. Skrúði, klæði, dúkar Allt tau, hvort sem um var að ræða hluta úr skrúða, dúka eða klæði, gekk mjög fljótt úr sér og svo hefur verið um stáss af þessu tagi sem var í Áskirkju 1668. Því er ekki lýst nógu vel til að hægt sé að slá því föstu hvort eitthvað af því hefur tollað saman frarn á 18. öld. Kirkjan var óupphituð og því ekki góð geymsla fyrir viðkvæm efni, líklega þó verst í tíð timburkirkjunnar frá 1851. Þegar Matthías Þórðarson heimsótti Áskirkju á öðrum áratug þessarar aldar fann hann þar „bót með glerperlu og silkiútsaumi útlendum og gömlum.“25 Þessi gripur er enn í kirkjunni, búið að gera hann vel og rækilega upp svo að nú er hann orðinn þokkalegasti smádúkur. Hann er með ein- 25 kennilegu ryðrauðu blómaverki og saumað í með bláu á nokkrum stöðum og hvítar agnir festar í hann og marka þær útlínur skrautsins. Árið 1767 átti Áskirkja dúk úr silki, silkisaumaðan, innlagðan með „perlumóð- ur“ og bryddaður með vír og 1777 er sama dúk lýst. Árið 1850 er síðast lýsing á þess- um grip, sagður gamall, slitinn og perlusett- ur. Síðan ekki söguna meir fyrr en Matthías nefnir „bótina“ sem gæti verið leifar af þessum dúk. Klukkur og bjöllur Fjórar klukkur voru í Áskirkju 1397. Gíslamáldagi segir að kirkjan hafi átt 3 klukkur árið 1576 og kórbjöllu að auki. Tvær eru klukkurnar hins vegar samkvæmt blöðum Gísla Oddssonar frá 1637. Þórður Þorláksson segir árið 1677 að kirkjan eigi tvær klukkur heilar og kórbjöllu að auki. Þegar Jón Vídalín vísiterar Ás 1706 kemur fram að tvær klukkur hafa bæst við, „litlar, heilar og hljóðgóðar“. Árið 1751 eru fjórar litlar klukkur á ramböldum og ein bjalla og 1758 tvær klukkur á ramböldum uppi í kirkjunni (orðnar hljóðlitlar) og þrjár bjöllur á rambalda undir kirkjubitanum, hljóðgóðar. Árið 1762 eru nefndar tvær klukkur á ramböldum og tvær minni undir bita og lítil bjalla á milli og við það situr þar til heimildir þrýtur á 18. öld. Árið 1832 er sóknarprestinum reiknað til skuldar andvirði einnar bjöllu og 1850 eru sagðar tvær klukkur á ramböldum (önnur nýleg og hljóðgóð en hin gömul og hljóðdimm) og ein lítil bjalla, kólflaus. Klukka úr gömlu kirkjunni var sett upp í þeirri nýju 1898. Matthíasi Þórðarsyni sýndist hún fornleg þegar hann kom að Ási 1915. I þeirri ferð keypti hann kórbjölluna gömlu sem nú er varðveitt í Þjóðminja- 'Kirknaskrá Matthíasar Þórðarsonar sem áður er nefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.