Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 113

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 113
Valtýr á grænni treyju skilja má hvarf hann úr föruneyti hans á vísitasíuferð um það bil að Símon fór suður (sjá Sigfús Sigfússon 1922:86). Þegar Halldór er að tímasetja sögu sína vitnar hann til Jóns langafa síns sem verið hafi ráðsmaður á Egilsstöðum hjá Jóni Amórs- syni sýslumanni.3 Sigfús sleppir þessu. - Réttara væri að tala hér um þrjár gerðir af sögunni en það verður þó ekki gert enda er hér meira hugað að meginefni en smá- atriðum og stíl. Þessi gerð Valtýssögu er nokkuð drama- tísk spennusaga (svo sem aðrar okkar bestu þjóðsögur) og sett saman af allmikilli íþrótt sem rekja má til Halldórs Jakobssonar. Það er þessi saga sem menn þekkja sem söguna af Valtý á grænni treyju. Um hana hefur talsvert verið fjallað og skáldsaga samin upp úr henni.4 Guðni Jónsson (1943) tekur hana sem dæmi um „gerviþjóðsögu“, þ.e. skáld- verk. Áður en dómur er á þetta lagður er vert að hyggja að öðmm gerðurn sögunnar en öllum er þeim það sameiginlegt að þar eru engir sýslumenn nefndir með nafni og sögnin talin gömul. V-2 Fyrst skal þá nefna uppskrift hins kunna fræðimanns, Jóns Sigurðssonar (urn 1801- 83) í Njarðvík. Mun þetta vera elsta gerðin sem nú er kunnugt um. Frásögn Jóns er prentuð í fyrsta sinn með þessari samantekt. Maður finnst særður til ólífis skammt frá Eyjólfsstöðum. Ekki er getið nafns mannsins en hann hafði verið „sendur með smíðað silfur og peninga sunnan af landi til sýslumannsins á Egilsstöðum“. Hann getur stunið upp nafninu „Valtýr á grænni treyju“ Magnús Bjarnason frá Hnappavöllum. Ljósmynd úr Þjóðsagnakveri hans. þegar hann er spurður hver hafi veitt honum áverka. Valtýr er bóndi á Höfða á Völlum (ekki Eyjólfsstöðum). Hann er höggvinn (ekki hengdur) á aðfangadag jóla á Egils- stöðum og hönd hans hengd þar í bæjardyr. Nú upphefjast mikil harðindi sem byrjuðu með Valtýsvetri er fé gjörféll og er tekið dæmi af prestinum á Kirkjubæ en hann hélt eftir einni kind. Stóðu harðindi þessi samfellt í þrjú ár eða þar til sá seki varð fundinn og hlaut maklega refsingu. Hér er nokkuð löng lýsing á harðindunum og Valtýsvetri og birtur kveðskapur þar um. Athyglisvert er að auk þess sem Valtýr er dæmdur til að missa 3Þessi langafi Halldórs var Jón pamfíll Jónsson (um 1718-1796), mikill og kunnur ættfaðir Austfirðinga. Vilmundur Jónsson, sem rakið hefur ætt Halldórs, telur (1953) að tímans vegna geti Jón vel hafa verið ráðsmaður hjá Jóni Arnórssyni. Hann bendir og á að faðir Jóns pamfíls hafi einmitt búið á Eyjólfsstöðum. Því er við að bæta að Jón pamfíll mun hafa búið á móti sýslumanni á Egilsstöðum nokkur ár frá 1769 (sbr. Sigurð Vilhjálmsson 1968:173). ^Jón Bjömsson. 1951. Valtýr á grœnni treyju. Akureyri, Norðri 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.