Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 36

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 36
Múlaþing Sveinsson, Oddur Jónsson o. fl. sáu „kvik- indið“ vorið 1875. Þá datt mér í hug að gera tilraun. Eg ók inn í Hreiðarsstaði og sótti mér vænan skammt af Öskjuvikri sem þar liggur í þykkum lögum í jarðvegi. Síðan fór ég heim og hellti vikrinum í íshrönglað vatn úr Fljótinu og varð heldur betur undrandi yfir útkomunni. Vikurinn sem féll á Hreiðarsstöðum vorið 1875, og er að stórum hluta glerkenndur og frekar fínkorna, sökk samstundis til botns. Raunar gildir það sama um allan vikur sem féll í Öskjugosinu, þ.e. þegar hann er kominn niður fyrir ákveðna kornastærð og orðinn gegnsósa af vatni. Vikursins sem barst í Fljótið 1875 er því hvergi að leita annars staðar en á botni þess, ef frá er talið það grófasta sem borist hefur með straumi á haf út. Við Hreiðarsstaði eru þekktar gaslindir sem halda opnum vökum á Fljótinu þegar það fer undir ís. Ekki er ósennilegt að þar séu, eða a.m.k. hafi verið, gasgildrur einnig. Ef undan er skilinn efsti hluti Fljótsins hefur væntanlega hvergi borist önnur eins ókjör af vikri í vatnið eins og úti fyrir Hreiðarsstöðum. Eitthvað hefur legið á ísnum en mest hefur munað um Grímsá sem borið hefur firn af vikri ofan úr Skriðdal og af Austur-Völlum og dælt honum í flóann við Hreiðarsstaði. A leiðinn hefur hann blandast mold og öðrum jarðefnum sem enn frekar hafa dregið úr flotþoli hans auk þess sem ár og lækir hafa malað stærstu kornin. Smærri ár á þessu svæði hafa einnig haft sitt að segja, t.d. Höfðaá, sem getur orðið gríðarleg í vorleysingum. Ef litið er á dýptarkort af Fljótinu kemur í ljós að úti fyrir Hreiðarsstöðum er geil í Fljótsbotninn sem afmarkast af tveimur höftum. Það fyrra er milli Rauðalækjar og Vallanessins en hið ytra byrjar við Freys- nes. Þessi geil er um það bil 10-20 metrum dýpri en höftin fyrir innan og utan. í þessa geil hefur vikurinn frá 1875 safnast og hefur hún án efa verið mun dýpri áður en askan settist þar um kyrrt. Það mikla farg sem myndast hefur í geilinni gæti hafa þrýst gasi úr gildrum í botnlögunum hennar þannig að mikil ólga hafi orðið á yfirborðinu, jakar endastungist en einnig er ekki ósennilegt að gasið hafi rifið upp með sér gróðurflykki sem siglt hafi gegn straumi meðan gasið streymdi úr þeim og síðan sokkið. Fyrirbæri sem þannig liggur beinast við að útskýra hafa oft sést í Fljótinu5 en einnig á Suldalsvatni í Noregi og e.t.v. víðar.6 Ekki er víst að það hafi aðeins verið eitt „kvikindi“ sem Pétur o.fl. sáu við Arnheiðarstaði enda er annað að skilja á Sigfúsi Sigfússyni. Það gætu hafa verið fleiri gróðurtorfur sem höguðu sér eins og þess vegna hafa einhverjir af þeim sem á horfðu talið þetta eitt og sama kvikindið. Sama er að segja um flykkið sem Pétur og Einar á Arnheiðarstöðum sáu milli Þolleifarár og Ormarsstaðaár. Þar gæti önnur torfa hafa verið á siglingu en sú 5Fyrir nokkrum vikum kom ég í Hof í Fellum og þá sagði Gylfi Bjömsson, bóndi þar, mér sögu af því þegar hann sá „orminn". Þetta var í febrúar 1978. Hofsbændur voru að byggja útihús sem standa norðaustan við bæinn. Klakaskæni var komið á Fljótið en ísinn ekki orðinn heldur. Sjá þeir þá hvar svört bunga hefur brotið sér leið upp í gegnum ísinn nokkurn veginn í beinni stefnu á Strönd, sem er austan við vatnið. Fyrirbærið var líklega nálægt miðju Fljóti. Þeir fóru og náðu sér í kíki en þá var flykkið horfið en greinilega sást klakaröst í kringum vökina sem það hafði myndað. Um stærðina sagði hann erfitt að segja, nokkrir metrar alla vega. Gylfi segir að Fljótið sé mjög djúpt á þessum slóðum og telur að grjót eða eitthvað annað hafi hrapað niður í gjá undir vatnsborðinu og því hafi flykkið skotist upp á yfirborðið. Hann talaði um gas í þessu sambandi. ^Sjá um þetta grein Ólafs Davíðssonar: „íslenskar kynjaverur í sjó og vötnum.“ Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélagsins, 21:159- 188; 22:127-176; 23: 29-47. Kbn. 1900-1903. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.